Morgunútvarpið

19. nóv - Borgarstjóri, börn, hraðprófanir, tunglmyrkvi og jólasýning

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram í dag. Við ræddum við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um hlutverk sveitarfélaganna í loftslagsmálum og um stjórnmálin í borginni.

er vaxa úr grasi ein upplýsasta kynslóð barna í sögunni. Þetta er á meðal þeirra skilaboða sem ungmennaráð Unicef setur fram í nýju myndbandi sem þau hyggjast frumsýna í dag í tilefni alþjóðadags barna sem er á morgun. Við fengum til okkar Hjördísi Freyju Kjartansdóttur, fulltrúa í Ungmennaráði UNICEF á Íslandi, og Pétur Hjörvar Þorkelsson, sérfræðing í þátttöku barna hjá UNICEF.

Í gær birtist grein á Sunnlenska.is þar sem fyrirkomulag Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um hraðprófanir er harðlega gagnrýnt. Við hringdum í Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSU, og ræddum við hana um málið.

Eins og vanalega á föstudögum fórum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum, í þetta skiptið fjölmiðlafólkinu Þorkeli Mána Péturssyni og Ólöfu Skaftadóttur.

Deildarmyrkvi á tungli var sjáanlegur hér á landi núna rétt upp úr klukkan sjö. Við ræddum við Sævar Helga Bragason, ritstjóra Stjörnufræðivefsins.

Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt jóla leikrit í kvöld, Jólaboðið, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Við fengum hann til okkar í heimsókn til kynda aðeins upp í jólagleðinni.

Tónlist:

GDRN - Næsta líf

The Stranglers - Always the sun

Karen Ósk - Haustið

Sálin hans Jóns míns - Hvar er draumurinn?

David Bowie - Starman

Salka Sól Eyfeld - Æskujól

Robbie Williams - Feel

Birt

19. nóv. 2021

Aðgengilegt til

17. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.