Morgunútvarpið

10. nóv. - Bitcoin, HOPP Færeyjar, rannsókn, menntamál, Akranes

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin hefur aldrei verið hærra og stóð gengið í rúmlega 68.500 dollurum í gær. Virði myntarinnar hefur aukist um 342 prósent á árinu. Við ræddum við Kristján Inga Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Rafmyntaráðs Íslands og einn eigenda GreenBlocks, sem tekur þátt í því grafa fyrir myntinni hér á landi.

Færeyska lögreglan lagði í sumar hald á fimmtíu rafskútur frá íslenska fyrirtækinu Hopp þar sem færeysk stjórnvöld hafa skilgreint rafskúturnar sem breytt vélhjól sem eru ekki leyfð í Færeyjum. Framkvæmdastjóri rafskútuleigunnar batt vonir við hjólin yrði komin aftur á göturnar í Þórshöfn fyrir lok ágústmánaðar en svo fór ekki. Þau dúsa enn í kjallara lögreglustöðvarinnar í Þórshöfn. Við ræðum við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Hopp í Færeyjum, um stöðuna á þessum málum og kórónuveirufaraldurinn þar í landi.

Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því lögreglumenn væru ósáttir við ummæli Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns þess efnis lögreglan færi í manngreinarálit við rannsókn kynferðisbrota. Í því skyni heyrðum við í Hildi Fjólu Antonsdóttur, doktor í réttarfélagsfræðum, sem sagði frá rannsókn sem hún gerði sem varpar einmitt ljósi á það hvort slík rörsýn geti einkennt rannsókn kynferðisbrota hjá lögreglunni.

Foreldrar barna sem hafa verið beitt hvers konar þvingun í skólanum sínum hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarna daga. Börnin eiga það oftar en ekki sameiginlegt hafa sérþarfir en þeir foreldrar sem stigið hafa fram vilja meina starfsmenn skólanna hafi gengið of langt í valdbeitingum gagnvart börnunum. Við ætlum skoða þessi mál í stóra samhenginu og ræddum við Sigrúnu Daníelsdóttur verkefnastjóra geðræktar hjá Embættis Landlæknis en embættið lagðist árið 2019 í heilmikla rannsóknarvinnu og gaf í kjölfarið út aðgerðaráætlun um innleiðingu geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólastarfi.

Upp eru komin ansi mörg Covid-19 smit hjá Skagamönnum en ríflega 130 þeirra rekja til karíókíkvölds sem haldið var um helgina. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranesbæjar, var á línunni hjá okkur.

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hafði sigur í formannskjöri í Kennarasambandi Íslands í gær en formannsskipti verða á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Við ræddum við Magnús um málefni kennara og þær breytingar sem hann vill gera á Kennarasambandinu.

Tónlist:

Komdu til baka - Elín Hall

Shivers - Ed Sheeran

Lætur mig - GDRN, Flóni og Sinfó

Disillusion - Badly Drawn Boy

Barcelona - Hákon

Birt

10. nóv. 2021

Aðgengilegt til

8. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.