• 00:22:59Skyrland
  • 00:35:12Tónabíó
  • 00:49:02Innflutningur gæludýra
  • 01:04:27Þollóween í Þorlákshöfn
  • 01:22:31Herbert Guðmundsson

Morgunútvarpið

27. okt. - Skyrland, Tónabíó, dýr, Þollóween og Herbert Guðmunds

Skyrland er heiti sýningar um sögu skyrs í Mjólkurbúinu á Selfossi, en saga Selfoss er nátengd skyrgerð og mjólkuriðnaði á Íslandi. Sýningin er gagnvirk og býður upp á upplifun, smakk og fróðleik. Sýningin þykir hin glæsilegasta en Snorri Freyr Hilm­ars­son, leik­mynda­hönnuður, er einn þeirra sem eiga heiðurinn af uppsetningu hennar. Við slógum á þráðinn til hans og heyrðum meira af þessari áhugaverðu nýjung í safnaflóru Íslendinga.

Samstarfsaðilar í tónlist og kvikmyndum standa fyrir málþingi um tónlist í kvikmyndum, undir heitinu Tónabíó, þann 2. nóvember nk. í Norræna Húsinu. Þar á ræða framkvæmd tónsetninga á þáttum og kvikmyndum þar sem sífellt stærri verkefni eru framleidd héðan, með góðum árangri. Laufey Guðjónsdóttir frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og Anna Rut Bjarnadóttir frá Tónlistarborginni Reykjavík kíktu við hjá okkur og sögðu okkur meira af þessu verkefni og sívaxandi velgengni íslenskra tónskálda og tónlistarmanna á þessum vettvangi.

Matvælastofnun hefur opnað netspjall og reiknivél til auðvelda dýraeigendum undirbúning innflutning hunda og katta. Þar er spurningum um inn- og útflutning svarað og reiknivélin tekur mið af útflutningslandi og komudegi og birtir tímasetta áætlun um bólusetningar, sýnatökur og önnur heilbrigðisskilyrði. Hjalti Andrason hjá Matvælastofnun, MAST, veit allt um málið og hann kom til okkar og fræddi okkur frekar.

Þollóween er heiti á skammdegisbæjarhátíð fyrir alla fjölskylduna sem er haldin í Þorlákshöfn í tilefni Allraheilagra messu eða Halloween uppá ensku. Dagskráin hófst í gær en ýmislegt verður brallað í skammdeginu og lagt er upp með hafa eitthvað spennandi gera fyrir alla aldurshópa. Viðkvæmir eru samt varaðir við því á þessum dögum gætu ýmsar kynjaverur verið á ferli. Við hringdum í Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur sem sagði okkur nánar af dagskránni og stemmingunni í Þorlákshöfn þessa dagana.

Herbert Guðmundsson er alltaf jafn öflugur í tónlistinni og heldur áfram semja, gefa út og koma fram. Nýverið gaf hann út lag sem hann vinnur í samstarfi við tónlistarmenn af yngri kynslóðinni, enda Hebbi sjálfur síungur. Hann kíkti til okkar í létt spjall um lífið og listina.

Tónlist:

Stuðmenn - Reykingar.

Sycamore Tree - One day.

The Proclaimers - Im on my way.

Adele - Easy on me.

Vök - Running wild.

200.000 Naglbítar - Sól gleypir sær.

Tómas Welding - Here they come.

Herbert Guðmundsson - Með stjörnunum.

Kaleo - I walk on water.

Birt

27. okt. 2021

Aðgengilegt til

25. jan. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.