• 00:23:55Safnadagur
  • 00:34:0620 ár frá 11 september 2001
  • 00:52:53Réttardagur í Vatnsdal
  • 00:58:02Fréttir vikunnar
  • 01:21:57Leikhúsið

Morgunútvarpið

10. sep - Söfn, 11 sept, réttir, fréttir vikunnar og leikhús

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á sunnudaginn. Þar gefst fólki tækifæri á heimsækja flestöll söfn á Eyjafjarðarsvæðinu og sjá og upplifa það helsta í safnastarfi á svæðinu. Til segja okkur betur frá þessu fengum við til okkar þau Steinunni Maríu Sveinsdóttur, safnstjóra á Flugsafni Íslands, og Harald Þór Egilsson, safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri.

Á morgun eru 20 ár frá því árás var gerð á Bandaríkin og Tvíburaturnarnir í New York féllu eftir flugvélum hafði verið flogið á þá. Við ætlum skoða hvernig og hvort þessir atburðir breyttu heiminum. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, skoðaði þetta með okkur og var á línunni hjá okkur.

Í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu er hefð fyrir því reka til réttar snemma morguns á sjálfan réttardag. Þá er safnast saman við bæinn Haukagil, sem er innst í dalnum, og féð rekið Undirfellsrétt, þar sem réttarstörf hefjast stundvíslega klukkan 13:00 í dag. Við freistuðum þess taka smá þátt í stemmningunni og slógum á þráðinn til bóndans og fjallskilastjórans Egils Herbertssonar, eða Valda á Haukagili, eins og hann er jafnan kallaður.

Í Fréttir vikunnar þessu sinni fengum við til okkar reynslumikla fréttahauka sem hafa unnið saman, verið á þingi fyrir sitthvorn flokkinn og verið fréttastjórar. Þau Elín Hirst, sjónvarpsframleiðandi og Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins komu til okkar í fréttaspjall.

Haustin eru tíminn þegar leikhúsin fara aftur af stað og byrja kynna leikárið sem er fram undan. þessu sinni er sviðslistafólk sérstaklega spennt draga tjöldin aftur frá, enda búin starfa við takmarkanir í rúma 18 mánuði. Við fengum til okkar Brynhildi Guðjónsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins, sem ætlar segja okkur allt um hvað fram undan hjá þeim þetta leikárið.

Tónlist:

Snorri Helgason - Haustið 97

Nýdönsk - Frelsið

Land og synir - Terlín

Duran Duran - More joy

Bubbi Morthens - Blindsker

Abba - Don't shut me down

Birt

10. sept. 2021

Aðgengilegt til

9. des. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.