Morgunútvarpið

24. ágúst - Strandhreinsun, skógareldar, garðyrkja, Sæunn, vísindi

Þrátt fyrir öflug umhverfissamtök, hópar og jafnvel einstaklingar hafi sett mikla orku í hreinsun strandlengjunnar á Íslandi virðist af nógu af taka. Blái herinn hefur komið mörgum slíkum verkefnum og við heyrðum í Tómasi Knútssyni herforingja um næstu verkefni.

Gríðarlegir skógareldar hafa geisað við Miðjarðarhafið undanförnu en miklar hitabylgjur og þurrkar hafa ríkt á svæðinu. Eðlilegt er skógareldar kvikni við slíkar aðstæður, en þar með er ekki öll sagan sögð. Yfirvöld á Ítalíu kenna nefnilega mafíunni um mikinn hluta þeirra skógarelda sem geisað hafa í landinu í sumar. Umhverfisráðherra Ítalíu telur til mynda yfir 70 prósent eldanna afleiðing vísvitandi íkveikju, og margir þeirra hafa kviknað í þjóðgörðum. Til ræða þetta fengum við til okkar land- og sagnfræðinginn René Biasone, sem þekkir vel til í umhverfismálum sem og sögu glæpasamtaka í heimalandi sínu Ítalíu.

Nýuppteknar kartöflur, radísur, rófur, blómkál, grænkál . Allt eru þetta dæmi um lostæti sem ræktendur keppast við uppskera úr görðum sínum. En hvernig veit maður grænmetið tilbúið til uppskeru, á rífa upp með rótum eða klippa bara stilkinn, og hvernig er svo best geyma og nýta sem best alla þessa flóru matjurta. Til svara slíkum spurningum fengum við til okkar garðyrkjufræðinginn Jóhann Thorarensen frá Matjurtagörðum Akureyrar.

Margir þekkja söguna af kúnni Sæunni og hún var reyndar sett á bók fyrir nokkrum misserum. Sagan hverfist um sund Sæunnar og undanfarin ár hefur verið boðið upp á sjósund henni til heiðurs þar sem synt er klaufför hennar. Sundið féll niður í fyrra, en stendur til halda sundið um komandi helgi og Bryndís Sigurðardóttir, sem veit allt um það, kom til okkar og sagði okkur meira.

Sævar Helgi Bragason færði okkur fróðleik úr heimi vísindanna í vísindahorni dagsins þar sem skröltormar, loftslagsmál og stjörnuskoðun komu við sögu.

Tónlist:

Þursaflokkurinn - Í gegnum holt og hæðir.

Svavar Knútur og Irish Mythen - Hope and fortune.

Jack Johnson - Sitting, waiting, wishing.

Ceasetone, Rakel og JóiPé - Ég var spá.

Billie Eilish - NDA.

Hákon - Barcelona.

The Weeknd - Take my breath.

Birt

24. ágúst 2021

Aðgengilegt til

22. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.