Morgunútvarpið

Dans, málfar, landgræðsla, Flóttamannanefnd og nethegðun

stendur yfir heimsmeistaramótið Dance World Cup þar sem lið frá hinum ýmsu listdansskólum í heiminum keppa sín á milli í mismunandi dansstílum. Eitt af íslensku liðunum, sem kemur frá Dansskólanum Steps á Akureyri, stóð sig með prýði og landaði heimsmeistaratitlinum í flokki Senior Large Group Jazz. Við forvitnumst um mótið og þennan góða árangur íslenska liðsins hjá danskennaranum Guðrúnu Huld Gunnarssdóttur, sem rekur og kennir við Danskólann Steps.

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins sest hjá okkur í sitt reglulega málfarsspjall.

Hópur sérhæfðs starfsfólks frá Landgræðslunni er staddur á Melrakkasléttu og vinur þar mælingum og útlagningu vöktunarreita. Verkefnið kallast GróLind og á gefa gott heildaryfirlit um stöðu gróður- og jarðvegsauðlinda á Íslandi. Við sláum á þráðinn til Ránar Finnsdóttur líffræðings sem leiðir verkefnið.

Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir tillögum frá Flóttamannanefnd stjórnarráðsins um hvernig bregðast skuli við aðstæðum í Afganistan, þar sem fjöldi fólks hefur þurft flýja heimili sín og óttast er um stöðu og réttindi kvenna og annarra hópa í viðkvæmri stöðu. Nefndin mun skila tillögum sínum um móttöku flóttamanna frá landinu í lok þessarar viku. Við heyrum í Stefáni Vagni Stefánssyni, formanni Flóttamannanefndar, um stöðu mála.

Fjölmiðlanefnd lét gera könnun til kanna færni og þekkingu ólíkra hópa í samfélaginu á ólíkum miðlum. Einn hluti þessarar könnunar snýr haturstali og neikvæðri upplifun af netinu. Þar kemur meðal annars í ljós um fjórðungur stúlkna á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvingaður til senda af sér myndir og aðrar persónuupplýsingar og 18% myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu í óþökk þeirra. Þarna kemur líka ýmislegt í ljós um hatursorðræðu, netsvindl og fleira. Skúli B. Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd ætlar fara nánar yfir þessi mál.

Birt

19. ágúst 2021

Aðgengilegt til

17. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.