• 00:23:01Hraðpróf í skimunum
  • 00:35:11Málfar
  • 00:48:58Hýrir húslestrar
  • 01:06:03Hvaleyrarvatn
  • 01:29:36Sterkasti maður Íslands

Morgunútvarpið

5. ágúst - Skimanir, málfar, bókmenntir, Hvaleyrarvatn, kraftakeppni

Öryggismiðstöðin, í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind, hefur opnað skimunarstöð á BSÍ, auk þess reka aðra slíka við Aðalgötu í Reykjanesbæ, í næsta nágrenni flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er sérstakt svið innan Öryggismiðstöðvarinnar sem þjónustar flugrekstraraðila, var á línunni og sagði okkur meira af þessu.

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kom til okkar í sitt vikulega málfarsspjall, sem var á hinsegin nótum þessu sinni.

Hinsegin bókmenntum verður gert hátt undir höfði á Hýrum húslestrum á morgun í Tjarnarbíó. Viðburðurinn hefur fest sig rækilega í sessi og heyrst hefur næst á eftir göngunni sjálfri, þegar hún er í boði, séu húslestrarnir fjölsóttasti viðburður Hinsegin daga. Skáld lesa úr verkum sínum auk þess sem tilkynnt verður um úrslit í Ljóðasamkeppni Hinsegin daga. Anna Rós Árnadóttir er einn skipuleggjenda viðburðarins og hún var í símanum hjá okkur.

Miklar breytingar hafa orðið á Hvaleyrarvatni og er svo komið vatnsstaða þar er mjög lág. Gísli Ásgeirsson í Hafnarfirði þekkir vel til, en hann hefur stundað hreyfingu og útvist, nánast daglega, við vatnið í áratugi. Við heyrðum í honum varðandi stöðuna við Hvaleyrarvatn.

Keppnin Sterkasti maður Íslands fer fram um helgina á Selfossi, í Hveragerði og í Reiðhöllinni í Víðidal. Átta keppendur eru skráðir til leiks og ljóst þar sem sterkasti síðustu ár, er ekki með mun nýr sigurvegari verða krýndur þetta árið. Hjalti Úrsus Árnason hefur veg og vanda af skipulagningunni. Við hringdum í Hjalta.

Tónlist:

Ellen Kristjánsdóttir - Passíusálmur nr. 51.

The Cardigans - Live and learn.

Lights on the highway - Paperboat.

Stjórnin - Hleypum gleðinni inn.

Stereophonics - Handbags and gladrags.

Pláhnetan - Funheitur.

Helgi Björns - Ekki ýkja flókið.

Leaves - Breathe.

Fleetwood Mac - Dreams.

Friðrik Dór - Hvílíkur dagur.

Simple Minds - Someone, somewhere in summertime.

Albatross - Ég sólina.

Hákon - Barcelona.

Birt

5. ágúst 2021

Aðgengilegt til

3. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.