• 00:21:28Selatalning
  • 00:34:31Kamilla Sigríður Jósefdóttir
  • 00:55:22Draugasaga
  • 01:05:05Loftsteinar
  • 01:28:33Ragnar Freyr Ingvarsson læknir

Morgunútvarpið

27. júlí - Selatalning, sóttvarnir, draugasaga, loftsteinar og Covid

Síðastliðinn sunnudag fór Selatalningin mikla fram á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hringdum norður í Pál L. Sigurðsson framkvæmdastjóra Selasetursins og forvitnast um hvernig gekk og hvernig selatalning fer fram.

Fjórða bylgjan í Covid-19 faraldrinum er farin af stað með látum hér á landi og er keyrð áfram af Delta-afbrigðinu svokallaða. Fjöldi smitaðra hefur sjaldan verið meiri frá því faraldurinn hófst. En er möguleiki á við náum utan um bylgjuna strax og bólusetningarnar hjálpi okkur þar? Er raunhæft telja alla smitaða núna þegar vitað er bólusettir gátu borið smit án þess sýna einkenni sjálfir? Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá embætti Landlæknis og staðgengill sóttvarnalæknis, var á línunni hjá okkur.

Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður hjá Ferðafélaginu kom til okkar í síðustu viku og sagði frá vinsælum hálendisferðum. Ein saga úr slíkri ferð komst þó ekki í loftið hjá okkur vegna tímaskorts en við verðum eiginlega heyra hana. saga segir af draug sem smellti af ljósmyndum í einni ferðinni. Við hringdum í Pál Ásgeir og fengum hann til segja okkur þessa draugasögu sem gerðist í skála í óbyggðum.

Fjölmargir sáu loftstein í Noregi og Svíþjóð í fyrrinótt og talið er hann hafi ekki brunnið upp í gufuhvolfinu heldur lent einhvers staðar í Finnmörku. Sævar Helgi Bragason er okkar loftsteina sérfræðingur og hann kom til okkar og sagði okkur meira af þessum loftsteini og öðrum.

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir er gagnrýninn á stjórnvöld vegna afléttinga takmarkanna á landamærunum þann 1. júlí sl. og segir á Facebook síðu sinni afleiðingarnar hafi verið fyrirséðar og stjórnvöld hafi brugðist þjóðinni tvívegis á liðnum mánuðum í baráttunni við Covid-19. Í fyrsta lagi á landamærunum og líka með því vanrækja Landsspítalann. Aðeins þrjár innlagnir af Covid sýktum sjúklingum hafi sent spítalann á hættustig. Við hringdum í Ragnar Frey og spurðum hann nánar út í þetta.

Tónlist:

Nýdönsk - Á plánetunni jörð.

Mannakorn - Einhvers staðar, einhvern tíma aftur.

Seal - Crazy.

Bono, The Edge og Martin Garrix.

Vök - Skin.

Justin Timberlake - Cant stop the feeling.

Moses Hightower - Lífsgleði.

Friðrik Dór - Hvílíkur dagur.

Rag N Bone Man - Alone.

Birt

27. júlí 2021

Aðgengilegt til

25. okt. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.