Morgunútvarpið

26. júlí - Hornbjarg, viðhorf, flóð, faraldur og Ólympíuleikar

Við byrjuðum daginn á því forvitnast um lífið við Hornbjargsvita, en þar er Jón Helgason við störf um þessar mundir. Við freistum þess slá á þráðinn en símasamband er lítið á svæðinu og hugsanlega þarf hann standa uppi á drumbi eða stól sem staðsettur er á nákvæmlega réttum stað. Sjáum hvort það tekst núna.

Hildur Þórðardóttir gaf á dögunum út sína sjöundu bók, Lífið er yndislegt - Alheimslögmálin. Þar fjallar hún um hin ýmsu lögmál lífsins og hvernig hægt er taka til í sínum eigin viðhorfum, sem er einmitt það sem hún þurfti sjálf gera þegar hún var komin á þann stað hún óskaði þess lífið væri búið. Hildur sagði okkur líka frá þriggja ára ferðalagi sínu þar sem hún dvaldist í nokkra mánuði á hverjum stað, gætti gæludýra og vann hin ýmsu störf.

Ár flæddu yfir bakka sína í Belgíu á laugardag og ollu flóðum enn á þegar mikið slagviðri gekk þar yfir, aðeins nokkrum dögum eftir mannskæð flóðu urðu þar og í nágrannalandinu Þýskalandi. Vatnsflaumur hreif með sér tugi bíla á götum borgarinnar Dinant og olli enn frekari skemmdum á járnbrautarsporum út úr borginni, sem skemmdust talsvert í flóðunum í liðinni viku. Við hringdum til Belgíu og heyrðum í Sveini Helgasyni fréttamanni sem hefur fylgst vel með málum.

Kristjana Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, segir þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins alls engin ástæða til missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi leggja meiri áherslu á þær en áður en hröð útbreiðsla síðustu daga hafi þó vissulega komið nokkuð á óvart. Við fengum Kristjönu til okkar til þess líta yfir stöðuna og fara yfir hvernig hún sér fyrir sér næstu skref.

Við hringdum svo til Japans og heyrðum í Einar Erni Jónssyni íþróttafréttamanni sem staddur er á Ólympíuleikum í Tókýó. Íslenska sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir stingur sér einmitt til sunds núna upp úr kl. tíu og við heyrðum af stemmingunni á svæðinu.

Tónlist:

Spoon - Tomorrow.

Íris Hólm - Sumarið er tíminn.

Lights on the highway - Ólgusjór.

John Mayer - Something like Olivia.

Klassart - Gamli grafreiturinn.

Sting - If you love somebody set them free.

Ásgeir Trausti - Sunday drive.

Genesis - Home by the sea.

Birt

26. júlí 2021

Aðgengilegt til

24. okt. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.