• 00:34:51Rey Cup
  • 00:48:55Leifsstöð
  • 01:04:15Fréttir vikunnar
  • 01:25:29Benedikt Gylfason

Morgunútvarpið

23. júlí - Rey Cup, Leifsstöð, fréttir vikunnar og Benedikt Gylfason

Alþjóðlega knattspyrnumótið Rey Cup stendur yfir í Laugardal og Fossvogi. Margt af okkar besta knattspyrnufólki hefur spilað sinn fyrsta leik gegn erlendum andstæðingum á Rey Cup í gegnum tíðina en mótið fagnar 20 ára afmæli. þessu sinni eru þó engir erlendir gestir, í ljósi heimsfaraldursins. 147 lið eru skráð til leiks og þátttakendur eru á aldrinum 13 - 16 ára. Í fyrra kom upp smit á mótinu og hefur það sama gerst aftur, en boltinn rúllar áfram engu síður. Gunnhildur Ásmundsdóttir framkvæmdastýra mótsins kom til okkar.

Gríðarlega mikill fjöldi fer um Leifsstöð þessa dagana og hafa langar raðir myndast í brottfararsalnum. Flugfélög hafa beðið fólk um mæta fyrr en vanalega, enda fylgir bólusetningarvottorðum og fleiri eyðublöðum mikil og tímafrek vinna. Í byrjun mánaðar fóru meira en 10 þúsund manns um völlinn, í fyrsta skipti síðan í mars í fyrra. er föstudagsmorgunn og viðbúið mikið um vera í Leifsstöð, bæði vegna komu og brottfara. Við hringdum í Arngrím Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjón í flugstöðinni og spurðum frétta.

Við fengum góða gesti til líta yfir helstu fréttir vikunnar með okkur, en það voru þessu sinni þau Margrét Erla Maack fjölmiðlakona, dansari og fleira, og Sóli Hólm uppistandari, rithöfundur og áhugasmiður.

Við enduðum svo vikuna á spjalli við ungan listamann, Benedikt Gylfason, sem gefur í dag út sitt fyrsta lag, en hann hefur annars einbeitt sér ballettdansi undanfarin ár. Meiðsl hafa hins vegar sett strik í dansreikninginn og því ákvað hann beina orkunni tónlistarsköpuninni á meðan og við fengum þennan fjölhæfa unga mann í heimsókn og spjall um listina og lífið.

Tónlist:

Sváfnir Sig - Stund milli stríða.

Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams.

U2 - The sweetest thing.

Eurythmics - Here comes the rain again.

Pink - What about us?

The Vaccines - Back in Love city.

Vök - Skin.

Men at work - Down under.

Benedikt Gylfason - Diamond.

Coldplay - Higher power.

Mammút - Salt.

Birt

23. júlí 2021

Aðgengilegt til

21. okt. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.