Morgunútvarpið

16. júl - fjárhundar, Lambhagi, Fréttir, Sigga Eyrún

Umsjón Felix Bergsson og Drífa Viðarsdóttir

Sunnudaginn 18. júlí n.k. verður Dagur íslenska fjárhundsins haldinn hátíðlegur í sjötta sinn. Eigendur íslenskra fjárhunda munu venju koma saman í stærri og smærri hópum og njóta dagsins með ferfættum vinum sínum. Stærri viðburðir verða í Árbæjarsafni og svo er eitthvað í gangi í Skagafirðinum líka. Við heyrðum í einum skipuleggjenda Þórhildi Bjartmarz

Lambhagi gróðrarstöð hefur tekið í notkun nýtt gróðurhús Lundi í Mosfellssbæ. Húsið er 7000 fm stærð og eitt það fullkomnasta á Norðurlöndum. Hafberg Þórisson bóndi og garðyrkjumaður, stofnaði Lambhaga árið 1979 og hefur hann hannað færibönd og vinnslulínu í nýju stöðinni ásamt dönsku fyrirtæki.

Götubitahátið Íslands 2021 ásamt stærstu götubita keppni í heimi ? ?European Street Food Awards? fer fram í Hljómskálagarðinum í Reykjavik um helgina 17-18 júlí. Á hátíðinni verður finna alla helstu matarvagna og götubita söluaðila á Íslandi. Keppnin er haldin víðsvegar um Evrópu og mun Ísland því vera með fulltrúa í loka keppninni erlendis (þegar takmörkunum linnir erlendis)

Fréttir vikunnar verða á sínum stað og þessu sinni kom til okkar frækinn blaðamaður, Erla Gunnarsdóttir á Bændablaðinu. Enn er ótrúlega mikið í fréttum miðað við sumartíma og því margt ræða. Það eru líkur til þess eftirmálar EM, ástandið í Suður Afríku, fjöldagrafir í Kanada, og fjölgun kórónuveiru smita komu við sögu auk alls hins sem nauðsynlegt var ræða.

Það verður sumargleðisprengja sem kom okkur inn í helgina því söngkonan skemmtilega Sigga Eyrún Friðriksdóttir kom með glænýjan sumarsmell í farteskinu sem hún vann með eiginmanninum Karli Olgeirssyni. Landið er rísa hjá listamönnum og við heyrðum af framtíðarverkefnum þeirra hjóna og hvernig sumarið hefur leikið fjölskylduna sísyngjandi.

Birt

16. júlí 2021

Aðgengilegt til

14. okt. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.