• 00:23:49Japan
  • 00:37:26EM í knattspyrnu
  • 00:50:37Uppistand
  • 01:04:34Kynferðisbrot
  • 01:24:46Spánn

Morgunútvarpið

7. júl - Japan, EM, uppistand, kynferðisbrot og Spánn

Sumarólympíuleikarnir 2020 fara fram í Tókýó frá 23 júlí til 8 ágúst, ári síðar en ætlað var vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Margir bíða spenntir enda alltaf gaman á ólympíuleikum og í ár sjá nýjar greinar eins og keppni á brimbrettum og karate. En það eru auðvitað blikur á lofti. Fréttir hafa borist af mótmælum innanlands við því leikarnir skuli haldnir og víst er flækjustigið er gríðarlegt enda hefur ekki gengið nógu vel ráða niðurlögum veirunnar eins og við þekkjum öll. Við slógum á þráðinn þangað austureftir og heyrðum um horfurnar frá Stefáni Hauki Jóhannssyni, nýjum sendiherra Íslands í Japan.

Í huga margra er knattspyrnuleikur kvöldsins einn mest spennandi leikur síðari tíma en þá mætast England og Danmörk á Wembley í undanúrslitum EM. England virðist alltaf eiga stað í hjörtum íslenskra knattspyrnuáhugamanna eftir áratugi í sjónvarpinu en römm er taug þegar kemur bræðrum okkar í Danmörku og ansi margir sem snúast á þá sveif þegar danska landsliðinu gengur vel. Við ræddum um leikinn við sérfræðingana og landsliðskonurnar fyrrverandi Helenu Ólafsdóttur og Erlu Hendriksdóttur sem er einmitt stödd í Danmörku. Þær spáði fyrir okkur hvort liðið sigrar og mætir Ítalíu í úrslitunum.

Á laugardaginn byrjaði listahátíðin Fringe Iceland en hátíðin býður uppá alls konar listviðburði og sýningar. Þar á meðal eru uppistandsýningar í grínklúbbnum Secret Cellar í Lækjargötunni. Í kvöld og síðar í vikunni verður Lovísa Lára Halldórsdóttir með uppstand sitt þar en í sýningunni kannar hún hvort sorg geti verið fyndin en hún hefur átt erfitt ár eftir missi, sorg og geðræna vandamál. Lovísa kallar sig Lovísu Battlefield með vísun í lag Pat Benatar. Lovísa Lára kom til okkar.

Mál þekktra íslenskra karla og alvarlegar ásakanir um kynferðisbrot á hendur þeim hafa mjög verið til umræðu á undanförnum vikum. Sumum finnst illa þeim vegið og dómstóll götunnar hafi tekið sér alltof stórt hlutverk á meðan aðrir benda á dómskerfið hafi algjörlega brugðist þolendum kynferðisbrota og því verði koma þessari umræðu inn á samfélagsmiðla. Ein þeirra sem hefur skrifað um málið er Margrét Valdimarsdóttir en hún er doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Hún kom í morgunútvarpið.

hyggja margir á ferðalög til Evrópu og leiðin liggur oftar en ekki til Spánar. En hvernig er staðan þar? Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir bókaútgefendur og veitingamenn hafa dvalið á Spáni undanfarna mánuði og þekkja því vel til. Þau eru komin heim og á leið í bólusetningu en Ásmundur kom fy

Birt

7. júlí 2021

Aðgengilegt til

5. okt. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.