• 00:20:34RVK Fringe Festival
  • 00:33:26Ballarin rædd
  • 00:48:01Minjar á gosstöðvunum
  • 01:01:20Betri borg fyrir börn
  • 01:23:19Tæknihornið

Morgunútvarpið

22. jún - Listahátíð, Ballarin, minjar, betri borg fyrir börn og tækni

Jaðarlistahátíðin Reykjavík Fringe festival verður haldin í byrjun júlí. Er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldin. Á hátíðinni kennir ýmissa grasa. Verkin eru innlend og erlend og spanna allt frá myndlistarsýningum, uppistandi, dansverkum og leikhúsi yfir í drag, kabarett, sirkús, hjólaskautapartý og gerð götulistaverks. Við hringdum í Nönnu Gunnars, hátíðarstjóra.

Michele Ballarin þekkjum við sem konuna sem keypti þrotabú WOW-air og vildi endurreisa. Lítið hefur þó gerst í þeim málum en í staðinn fjölgar fregnum af óvenjulegum viðskiptaháttum. er svo komið Ballarin neitar greiða fjörutíu milljón króna reikning sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vetur hún ætti greiða, eins og fram kom í kvöldfréttum RÚV í gær. Við fengum til okkar fréttamanninn Ingólf Bjarna Sigfússon til útskýra nánar fyrir okkur hvað snýr eiginlega upp og hvað snýr niður í þessu máli.

Í fréttum um helgina kom fram afkomendur bænda á jörðinni Ísólfsskála austan Grindavíkur harma það missa líklega jörðina undir hraun. En það eru fleiri uggandi yfir afdrifum jarðarinnar en eigendurnir. Fornleifafræðingar frá Minjastofnun hafa unnið baki brotnu við kortleggja minjar á gossvæðinu öllu og þeirra helsta áhyggjuefni hefur einmitt verið jörðin Ísólfsskáli. Við fengum til okkar fornleifafræðinginn Oddgeir Isaksen frá Minjastofnun til segja okkur frá störfum þeirra á svæðinu og hvaða minjar eru líklega í hættu.

Verkefnið Betri borg fyrir börn í Reykjavík fékk á dögunum 140 milljónir króna fjárveitingu frá borginni. Þetta er meðal fimm tillagna stýrihóps sem falið var skoða hvernig bæta mætti stoðþjónustu við börn og unglinga með sérstakar þjónustuþarfir og verður fjárhæðinni varið til vinna með þessum hópi vegna áhrifa Covid-19 heimsfaraldurs. Áætlað er fjárveitingin dugi til veita allt 650 börnum þjónustu á 12 mánaða tímabili. Við fengum þau Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann velferðarráðs og Skúla Helgason, formann skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar til segja okkur nánar frá þessu.

Og eins og annan hvern þriðjudag fengum við til okkar tæknisnillinginn Guðmund Jóhannsson í tæknihornið í lok þáttar.

Tónlist:

Jón Ólafsson - Frétt númer þrjú

Eyjólfur Kristjánsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson - Álfheiður Björk

Bubbi Morthens - Ennþá er tími

Holly Humberstone - The walls are way too thin

Vök - Lost in the weekend

Shania Twain - Man, I feel like a woman

Billy Joel - Only the good die young

Coldplay - Higher power

Sycamore tree - Heart melodies

Birt

22. júní 2021

Aðgengilegt til

20. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.