Morgunútvarpið

18. jún - Hjálpræðisherinn, Ljósið, Sérsveitin, vikan og hégómavísindi

Hjálpræðisherinn rekur fjölbreytta starfsemi á Íslandi og sinnir þar m.a. ýmis konar velferðarstarfi. Aðalstöðvar hersins eru í nýju húsnæði í Sogamýri sem vakið hefur athygli fyrir óhefðbundið útlit, en er í raun hannað utan um starfsemina. Hulda heimsótti Hjálpræðisherinn og hitti þar fyrir Hjördísi Kristsdóttur svæðisstjóra sem fræddi hana um starfið.

Hjólreiðakeppnin Síminn Cyclothon fer fram í næstu viku. Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein og aðstaðdendur þess, hefur safnað í svakalegt lið fyrir keppnina. Nokkrir af fremstu hjólreiðaköppum landsins munu taka þátt fyrir þeirra hönd en markmiðið er ekki safna fjármunum heldur til ungra karlmanna með krabbamein. ?Annað en þú heldur? er nafnið á átakinu en ungir karlmenn skila sér síður í fyrir og eftirmeðferð við krabbameini. Við fengum þau Margréti Örnu Arnardóttur frá Ljósinu og Auðunn Gunnar Eiríksson einn keppenda til okkar til segja okkur nánar frá þessu.

Sérstök úttekt var gerð hjá embætti Ríkislögreglustjóra og segir Ríkislögreglustjóri margt jákvætt hafi komið úr henni en einnig hafi hlutir komið í ljós sem þarf laga. Eins og t.d. engar konur hafi komist í sérsveitina, en sérsveitin er eina vopnaða lögreglusveit landsins. Inntökuskilyrði þurfi endurskoða. Við fengum yfirmann sérsveitarinnar, Jón Jónsson, til okkar til þess ræða þetta.

í fréttir vikunnar þessu sinni komu til okkar fréttamaðurinn og verðandi starfsmaður flugfélagssins Play, Nadine Guðrún Yaghi og rokkarinn, bóksalinn, fyrrverandi alþingismaðurinn og stjórnarmaður Unicef á Íslandi, Óttar Proppé.

Og Hégómavísindahornið var á sínum stað. Freyr Gígja Gunnarsson rýnir í fréttir af fræga fólkinu.

Tónlist:

Sycamore tree - Heart melodies

Paul McCartney og Wings - Silly love songs

Valgeir Guðjónsson - Þjóðvegur númer eitt

Nýdönsk - Hólmfríður Júlíusdóttir

Freddie Mercury - Living on my own

Birt

18. júní 2021

Aðgengilegt til

16. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.