Morgunútvarpið

31.maí-Prjónagleði, tannréttingar, HR, eldri borgarar, nýsköpun, sport

Svokölluð Prjónagleðin verður haldin þar í fimmta sinn á Blönduósi dagana 11. - 13. júní nk. þar sem boðið er upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast prjónaskap og spennandi prjónatengda viðburði, svo ekki minnst á Garntorgið. Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands var á línunni og sagði okkur meira af þessu.

Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður hefur lagt fram þingmál varðandi tannréttingar barna og þær verði gjaldfrjálsar líkt og tannlækningar barna, sem voru gerðar fullu gjaldfrjálsar árið 2018. Tannréttingar eru kostnaðarsamar og telur Ágúst efnaminni fjölskyldur geti margar hverjar er ekki nýtt sér þær. Hann kom til okkar og fór yfir málið.

Á morgun verður boðið upp á opið hús í Háskólanum í Reykjavík, eftir langt og strangt og mikið til lokað Covid ár. Þar geta áhugasamir kynnt sér skólann og námsframboðið og við ætlum Ara Kristinn Jónsson, rektor HR, til okkar í smá spjall um opna daginn og skólastarfið og hvernig hefur gengið halda því gangandi á tímum heimsfaraldurs.

Helgi Pétursson var kjörinn formaður Landssambands eldri borgara á landsfundi sambandsins á Selfossi fyrir skemmstu. Við fengum hann til okkar og ræddum málefni eldri borgara og áherslur þeirra fyrir komandi kosningar.

Í þættinum korter í kosningar sem er á dagskrá hér á Rás 2 kl 11 á sunnudögum hafa Baldvin Þór Bergsson og Guðmundur Pálsson verið skoða stöðuna eftir covid og sérfræðinga til leggja mat á það hvert við stefnum þegar kosningar nálgast. Í þættinum í gær var m.a. rætt um nýsköpunarumhverfið við þau Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóra Grid og Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur sem er framkvæmdastjóri Eyris Venture management sem er sprotasjóður. Í samtalinu ræddi Guðrún meðal annars um hindranir sem íslensk sprotafyrirtæki standa frammi fyrir en þar er það gengið sem er stærsta hindrunin. Við heyrðum smá brot úr þættinum en sjálfsögðu er hægt nálgast hann allan í spilaranum okkar á ruv.is.

Og svo lokuðum við þættinum í dag með smá spjalli um helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar þegar Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður leit við.

Tónlist:

Geirfuglarnir - Byrjaðu í dag elska.

Sigurður Guðmundsson - Kappróður.

Aretha Franklin - Chain of fools.

Helgi Björns - Ekki ýkja flókið.

Prefab Sprout - Appetite.

Valdimar Guðmunds og Memfismafían - Það styttir alltaf upp.

Ríó Tríó - Allir eru gera það.

Hildur - New mistakes.

Maneskin - Zitti e buoni.

Birt

31. maí 2021

Aðgengilegt til

29. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.