Morgunútvarpið

21. maí - Golf, Sigurhæðir, Eurovision, fréttaspjall, Hégómavísindi

Með hækkandi sól og afléttingu á samkomutakmörkunum sjást æ fleiri á golfvellinum þessa dagana og mót eru hafin. Til dæmis stendur Páll Líndal fyrir Palla Open golfmóti til styrktar Hlaðgerðarkoti og sumarbúðunum í Reykjadal á morgun, laugardag, á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Rennur allur aðgangseyrir óskiptur til málefnanna. Páll kíkti til okkar.

Í sumar mun líf færast á í Sigurhæðir á Akureyri, hús prestsins og þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Kristín Þóra Kjartansdóttir leigir húsið af Akureyrarbæ og ætlar hefja þar ýmis konar menningarstarfsemi. Gígja Hólmgeirsdóttir fékk Kristínu Þóru í hljóðstofu á Akureyri og forvitnaðist um hvað verður í boði í Sigurhæðum á næstu misserum.

Við heyrðum í Felix Bergssyni í Rotterdam og heyrðum af stemmingunni í íslenska Eurovision hópnum eftir frábæra frammistöðu Daða og gagnamagnsins í gærkvöldi, sem tryggði þeim sæti í úrslitunum annað kvöld. Felix sagði okkur líka af næstu skrefum.

Við fórum svo yfir fréttir vikunnar, með Eurovision ívafi, og til þess fengum við tvo reynslubolta úr júróheimum. Einar Bárðarson og Regína Ósk komu til okkar.

Og svo var það Freyr Gígja Gunnarsson sem lokaði vikunni hjá okkur með sínu stórskemmtilega Hégómavísindahorni upp úr kl. hálfníu, þar var umdeilt viðtal við Díönu prinsessu til umfjöllunar ásamt ástarsambandi Rihanna og ASAP Rocky.

Tónlist:

Ásgeir Trausti - Leyndarmál.

Amy Winehouse - You know Im no good.

KALEO - Skinny.

Flott - Mér er drull.

Regína Ósk - Þér við hlið.

Ceasetone, Rakel og JóiPé - Ég var spá.

Mahmood - Soldi.

Natan Dagur - Back to black (live í The Voice í Noregi).

Justin Timberlake - Cant stop the feeling.

Birt

21. maí 2021

Aðgengilegt til

19. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.