• 00:23:48Play
  • 00:33:10Vínbúð á netinu
  • 00:51:24Martröðin
  • 00:58:24Falasteen Abu Libdeh
  • 01:23:11Íþróttir helgarinnar

Morgunútvarpið

17. maí - Play, vínsala, ferðamenn, Falasteen Abu, íþróttir

Flugfélagið Play fékk í gær flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Forstjórinn segir þetta gríðarlega stóran og miklvægan áfanga. Fyrsta leiguvélin verði máluð í rauðu Play air litunum og fyrsta flugið er áætlað í lok júní til Lundúna. Tvær aðrar vélar fylgi í kjölfarið. Birgir Jónsson forstjóri Play var á línunni hjá okkur.

Arnar Sigurðsson kom til okkar en hann á franska vínbúð á netinu sem er ætluð íslendingum. Hann hefur kært ríkið fyrir nota heitið vínbúð um starfsemi ÁTVR. Við ræddum við hann um kæruna og netverslunina en í gegnum hana geta íslendingar fengið vín afhent samdægurs án aðkomu ÁTVR.

Matröðin sem ekki er talað um, er fyrirsögn greinar sem Egill Páll Egilsson skrifaði í héraðsfréttablaðið Vikublaðið. Hvaða matröð er hann tala um? íslenska ferðamenn. Við hringdum í Egil Pál, sem starfar hjá Vikublaðinu, og fengum vita meira.

Falasteen Abu Libdeh kom til okkar en hún er frá Palestínu en hefur búið hér á landi frá árinu 1995. Við ræddum við hana um loftárásir Ísraelsmanna á Gasa sem héldu áfram í nótt. Falasteen hélt ræðu á útifundinum um helgina þar sem þess var meðal annars krafist sett yrði viðskiptabann á Ísrael.

og Eva Björk Benediktsdóttir kom til okkar ræða íþróttir helgarinnar.

Birt

17. maí 2021

Aðgengilegt til

15. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.