Morgunútvarpið

23. apríl - Bókakaffi, stúdentar, Landsmót, fréttaspjall og Óskarinn

Við skruppum austur í þættinum og fórum í heimsókn á Bókakaffið Hlöðum í Fellabæ. Þar ræddi Gígja Hólmgeirsdóttir við kaffihúsaeigandann og tónlistarkonuna Grétu Jónu Sigurjónsdóttur um lífið á bókakaffihúsinu.

Landsamtök stúdenta hafa lýst yfir áhyggjum af komandi prófatíð, í ljósi aukins fjölda kórónuveiru smita í samfélaginu og stúdentar í mörgum deildum þurfi mæta í próf á prófstað. Stúdentar hafa hvatt til þess deildir og stjórnendur bjóði upp á fjölbreyttar leiðir til námsmats enda ótækt stúdentar þurfi velja á milli heilsu sinnar eða þessa mæta í próf. Derek Terell Allen, núverandi jafnréttisfulltrúi LÍS og verðandi forseti LÍS og Jóhanna Ásgeirsdóttir núverandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta komu til okkar og ræddu þetta mál og fleiri er varða stúdenta.

Út er komin bókin Humans, Horses and Events Management, sem fjallar um hestaviðburði og samskipti manns og hests og byggð er á umfangsmikilli alþjóðlegri rannsókn á Landsmóti hestamanna sem spannaði 20 ár. Viðburðurinn er skoðaður frá mörgum sjónarhólum og margir koma ritun bókarinnar, en við heyrðum í einum ritstjóranna Ingibjörgu Sigurðardóttur deildarstjóra og lektor við Háskólann á Hólum og fengum vita meira.

Við litum um öxl yfir fréttir vikunnar og fengum til okkar góða gesti venju, sem þessu sinni voru þau Erla Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum og Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður.

Það er rífandi Óskars stemming á Húsavík þessa dagana og þar bíða íbúar spenntir eftir beinni útsendingu á RÚV frá hátíðinni aðfaranótt mánudags. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt bænum mikla athygli undanfarna daga og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og fleiri á Húsavík hafa haft nóg gera í svara fyrirspurnum og mæta í viðtöl. Við slógum á þráðinn norður og heyrðum í Kristjáni um Óskars stemminguna á Húsavík.

Tónlist:

Ásgeir Trausti - Sumargestur.

Mannakorn - Það er komið sumar.

Erla og Gréta - Lífið er ljóðið okkar.

GCD - Sumarið er tíminn.

Seals and Crofts - Summer breeze.

My Marianne (Molly Sanden) og Will Ferrell - Husavik (my hometown).

Don Henley - The boys of summer.

DJ Jazzy Jeff og The Fresh Prince - Summertime.

Birt

23. apríl 2021

Aðgengilegt til

22. júlí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.