Morgunútvarpið

13. mars - Heilar, hlaðvarp, söfnun, fréttaspjall og Straumar

Karl Ægir Karlsson, prófessor við verkfræðideild HR, kom til okkar en hann er meðal höfunda alþjóðlegri vísindagrein þar sem reynt er svara því af hverju hvalir séu með svona stóran heila. Hvalir og höfrungar eru með allt sex sinnum stærri heila en menn og sumir eru á því þetta þýði dýrin búi yfir svipaðri andlegri getu og við mennirnir en í þessari vísindagrein eru færð rök fyrir því stórir heilar hvala hafi þróast til mynda hita.

Afstaða, félag fanga og annara áhugamanna um bætt fanglesismál og betrun, hafa hafið birtingar á hlaðvarps- og fræðsluþáttum félagsins en þar verður rætt um ýmis málefni sem tengjast föngum, réttindum þeirra og fengelsun. Formaður Afstöðu, Guðmundur Ingi Þóroddsson mætti í hljóðver.

Eins og landsmönnum er flestum kunnugt fór Tækniminjasafn Austurlands illa í skriðuföllunum á Seyðisfirði í desember. Meirihluti húsnæðis safnsins er ónýtur og unnið er því bjarga þeim minjum sem hægt er. Til bregðast við þessu hefur hópfjármögnunarátak verið í gangi hjá Karolinafund og aðstandendur safnsins segjast hvergi af baki dottinn. Við hringdum austur og heyrðum í Elfu Hlín Sigrúnar Pétursdóttur sem veit meira.

Við fórum yfir fréttir vikunnar með þeim Andrési Jónssyni, almannatengli og Sunnu Kristínu Hilmarsdóttur, blaðamanni.

Á laugardag hefja göngu sína nýir tónlistar- og skemmtiþættir í Sjónvarpinu sem bera nafnið Straumar og fjalla um strauma og stefnur í tónlist og tíðaranda hérlendis og erlendis á síðastliðnum áratugum. Umsjónarmenn þáttanna eru þau Björg Magnúsdóttir og Freyr Eyjólfsson og tónlistarstjóri er Guðmundur Óskar Guðmundsson, en í þættinum flytja frambærilegustu söngvarar landsins sínar útgáfur af lögum frá tímabilunum. Fyrsti þáttur Strauma fjallar um Eurovision-keppnirnar í áranna rás og þar verður Eurovisionlag Daða Freys, 10 years flutt. Við fengum þau Björg og Frey til okkar.

Tónlist:

Emilíana Torrini - Perlur og svín

Gugusar og Auður - Frosið sólarlag

Rick Springfield - Jessie's girl

Stuðmenn - Popplag í G

ABC - Be near me

Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein

Birt

12. mars 2021

Aðgengilegt til

10. júní 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.