Morgunútvarpið

18. feb. - Samherji, málfar, Carbfix, glæpagengi og amerískir draumar

Við heyrðum hluta af viðtali sem sýnt verður í Kveik í kvöld við Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara, en í þætti kvöldsins verður sjónum beint rannsókn yfirvalda hér og erlendis á meintum mútugreiðslum útgerðarfélagsins Samherja til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu.

Við ræddum íslenskt mál við Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut, m.a. nöfn kóngafólks.

Við höfum heyrt af fyrirtækinu Carbfix og verkefnum þeirra við bindingu koltvísýrings. En hvernig tengist hinn heimsþekkti Bill Gates fyrirtækinu og hvað er fram undan hjá Carbfix? Dr. Edda Sif Pind Aradóttir kom til okkar og sagði okkur meira.

Runólfur Þórhallsson, yfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra, kom til okkar og sagði okkur frá umsvifum erlendra glæpahópa hér á landi og hver hættan af þeim, en um fátt meira er rætt í samfélaginu þessa dagana eftir morðið í Rauðagerði.

Snorri Sturluson ljósmyndari bjó um árabil í Bandaríkjunum, en flutti heim til Íslands ásamt fjölskyldu sinni fyrir fáeinum árum. Hann hefur sett upp sína fyrstu ljósmyndasýningu hér á landi undir titlinum American dreams þar sem sjá myndir hans frá New York, myndir sem eru allt í senn óður til borgarinnar og fólksins sem byggir hana sem og rannsókn á félagslegum, pólitískum og sálrænum veruleika bandarísks samfélags. Snorri kom til okkar í morgunkaffi og sagði okkur meira.

Tónlist:

Valgeir Guðjónsson - Dagur eftir þennan dag.

Emilíana Torrini - Vertu úlfur.

Sycamore Tree - Picking fights and pulling guns.

Fleetwood Mac - You make loving fun.

Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar.

Valdimar - Undraland.

R.E.M. - Leaving New York.

Taylor Swift - Blank space.

Birt

18. feb. 2021

Aðgengilegt til

19. maí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.