Morgunútvarpið

12. feb - Verðlaun, Strætó, Storytel, Guðm. Felix og fréttir vikunnar

Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Sigmar Guðmundsson

Greint verður frá því á valentínusardaginn hvaða ástarlýsing stóð uppúr á síðasta ári í íslenskum bókmenntum. Harpa Rún Kristjánsdóttir sagði okkur nánar frá því í þættinum.

Verða strætisvagnar sjálfkeyrandi eftir nokkur ár? Það er stefnt þessu einhverju marki strax eftir 2 ár hjá Strætó. Tilraunaverkefni eru í gangi í Osló í Noregi og í Helskinki í Finnlandi. Hér tengist þetta Borgarlínu sem er í farvatninu. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó var á línunni.

Hljóðbóka og hlaðvarpsveitan Storytel fagnar um þessar mundir þriggja ára afmæli á Íslandi. Stefán Hjörleifsson framkvæmdarstjóri Storytel kom til okkar og sagði okkur frá Íslensku hljóðbókaverðlaununum 2021 sem eru áætluð, þá er Arnaldur Indriðason koma með bækur sínar inná veituna og þekktur erlendur rithöfundur ætlar skrifa sérstaklega fyrir Storytel.

Þjóðin hefur fylgst með Guðmundi Felix Grétarssyni og leit hans nýjum höndum eftir hann missti þær í slysi árið 1998. Þjóðin safnaði meira segja peningum svo ósk Guðmundar Felix gæti orðið veruleika. Biðin hefur verið löng og ströng og reynt á Guðmund Felix og hans nánustu. Um daginn dró til tíðinda þegar handagjafi fannst og okkar maður fékk nýjar hendur. Við heyrðum í Guðmundi Felix beint frá Frakklandi.

Við fengum til okkar góða gesti í fréttir vikunnar, þau Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, og Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, sem er aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar

Stevie Wonder - For once in my life

Paul McCartney og Wings - Mull of Kintyre

Blind Melon - No rain

The Weeknd - Save your tears

Duran Duran - Ordinary world

Daft Punk ásamt Pharrell Williams og Nile Rodgers - Get lucky

Depeche Mode - Never let me down again

Birt

12. feb. 2021

Aðgengilegt til

13. maí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.