Morgunútvarpið

28. jan. - Noona, málfar, Kraftur, ferðaþjónusta og hótel

Íslenska sprota­fyr­ir­tækið Noona hef­ur tryggt sér tæplega 200 millj­óna króna fjár­fest­ingu og stefnir á útrás. baki fyrirtækinu er hópur ungs fólks sem sumt sló háskólanámi sínu á frest til helga sig frumkvöðlastarfinu. En hvað er Noona og hvað gerir þetta fyritæki? Þeir Kjartan Þórisson, stofnandi Noona, og Jón Hilmar Karlsson, framkvæmdarstjóri komu til okkar og sögðu okkur frá.

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur leit við og ræddi tungumálið við okkur, m.a. nýyrðin kvár og stálp.

Þessa dagana stendur Kraftur fyrir vitundar- og fjáröflunarátaki þar sem verið er vekja athygli á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra. Slagorðin Lífið er núna, sem Kraftur hefur áður lagt áherslu á, er í lykilhlutverki en er farin leið í fjáröflun þar sem heimsfaraldurinn býður ekki upp á fólk safnist saman og perli armbönd líkt og undanfarin ár. Þau Jón Gunnar Geirdal sem þekkir Kraft sem aðstandandi og Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, komu til okkar í spjall.

Ferðaþjónustan hefur legið í dvala mestu eftir kórónuveirufaraldurinn fór af stað og lítur út fyrir, miðað við stöðu faraldursins víða um heim, fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi á þessu ári verði minni en spáð hafði verið. Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Norðurlands vill endurreisa ferðaþjónustuna með nýjum áherslum. Hún vill meðal annars stjórnvöld leggi meiri áherslu á markaðsetningu fyrir Norðurland og gjörbreyta þannig landslagi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Við hringdum norður og spurðum Arnheiði nánar út í þessar hugmyndir hennar.

Bjartsýnin dugir ekki ein og sér, en hún hjálpar svo sannarlega, segir Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Aðaltorgs í Reykjanesbæ sem opnað hefur glæsilegt Mariott hótel í miðjum heimsfaraldri. Hótelið er stærstum hluta sett saman úr einingum frá Kína og markar mörgu leyti tímamót í byggingu slíkra mannvirkja hér á landi. Hulda kíkti við á hótelinu sem stendur örstutt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, fékk skoða og ræddi við Ingvar.

Tónlist:

OMAM - Dirty paws.

Sycamore Tree - Storm.

Warmland - Family.

Hjálmar - Borð fyrir tvo.

John Mayer - Something like Olivia.

Tina Turner - Whats love got to do with it.

Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir - Boat on the river.

Coldplay - Flags.

Birt

28. jan. 2021

Aðgengilegt til

28. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.