Morgunútvarpið

20. jan. - G vítamín, launaþjófnaður, nýsköpun, heilsa og Spánn

Þessa dagana er detta inn um lúguna hjá landsmönnum 30 daga dagatal frá Geðhjálp. Þar er finna ráðleggingar sem ætlað er bæta geðheilsu. Markmiðið er styrkja geðheilsu landsmanna en um leið fyrirbyggja mögulega bresti og verja okkur í mótbyr. Með daglegri inntöku G-vítamíns myndum við sterkara ónæmi segir þar. G-vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Grímur Atlason framkvæmdarstjóri Geðhjálpar var á línunni.

Ársfjórðungsskýrsla kjaramálasviðs Eflingar kom út í vikunni. Hjá trúnaðarráði Eflingar var til umfjöllunar launaþjófnaður gegn verka- og láglaunafólki og sendi fundurinn forsætisráðherra og félagsmálaráðherra bréf þar sem minnt var á loforð um taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi ekki enn verið efnt. Efling segir launagreiðslur sem stolið er af Eflingafélögum skipti hundruðum milljóna á ári. Við fengum til okkar Ingólf B. Jónsson aðstoðarsviðstjóra kjaramála hjá Eflingu sem fór aðeins yfir þetta með okkur.

Á morgun standa opinberir aðilar Nýsköpunardegi hins opinbera í annað sinn. Fókus dagsins er hverjir séu jákvæðir lærdómar af verkefnum síðastliðins árs þar sem Covid-19 hefur verið stærsta úrlausnarefnið. Sjónum er m.a. beint stafrænum byltingum sem segja hafi gert kraftaverk á síðasta ári. Þau Íris Huld Christersdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Þröstur Sigurðsson hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði borgarinnar komu til okkar.

Ólöf Rún Tryggvadóttir er konan baki vörumerkinu Eylíf sem er frumkvöðlafyrirtæki í framleiðslu fæðubótarefna úr íslensku hráefni. Hún fór í háskólanám fertug og stofnaði eigin fyrirtæki viðskiptafræðinámi loknu. Hún hefur mikinn áhuga á heilsu og hefur gert miklar breytingar á sínu eigin lífi eftir hafa greinst ung með krabbamein. Ólöf Rún kom til okkar í morgunkaffi og ræddi frumkvöðlastarf, heilsutengd mál og hvernig við getum sjálf haft jákvæð áhrif á heilsuna.

Við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni á Spáni sem fór yfir stöðuna þar hvað Covid og vetrarveðrið varðar, auk þess segja okkur frá máli sem varðar falsað prófskírteini og áhrif leiðtogaskiptanna í Bandaríkjunum í dag.

Tónlist:

Helgi Björns, Salka Sól og Reiðmenn vindanna - Saman (höldum út).

Leonard Cohen - Darkness.

The Cardigans - Live and learn.

Blondie - Hangin on the telephone.

Cyndi Lauper - Time after time.

Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær.

Jóhann Helgason - Take your time.

Gugusar og Auður - Frosið sólarlag.

Ed Sheeran - Afterglow.

Jónas Sig. - Dansiði.

Birt

20. jan. 2021

Aðgengilegt til

20. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir