Morgunútvarpið

18. jan - Hverfið mitt, Hrollvekja, ákæra, Íslandsbanki og handbolti

Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Sigmar Guðmundsson

Reykjavíkurborg framkvæmir níunda árið í röð hugmyndasöfnun meðal borgarbúa undir nafninu Hverfið mitt. Alls hafa þegar 55 þúsund manns tekið þátt. Eirkíkur Búí Halldórsson er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, hann sagði okkar meira.

Storytel bíður uppá hljóðbækur til áheyrnar og hafa hingað til aðeins boðið uppá bækur sem hafa komið út áður. Þann 25. janúar nk verður boðið uppá fyrstu söguna sem skrifuð er sérstaklega fyrir fyrirtækið. Rithöfundurinn Emil Hjörvar Petersen er þar verki en hann hefur skrifað hrollvekjuna Ó, Karitas. Hann kom til okkar í spjall.

Umrótið í Bandaríkjunum í kjölfar óeirðana í og við þinghúsið í höfuðborginni hefur ekki farið framhjá neinum. Donald Trump fráfarandi forseti hefur þótt kynda undir bálið og er fyrsti forseti Bandaríkjanna til verða ákærður tvisvar í embætti. Á fimmtudaginn verða valdaskipti. Birna Anna Björnsdóttir hefur fylgst vel með því sem fram fer í ákærunum og sagði okkur það helsta.

Við fórum yfir fyrirhugaða sölu ríkisins á Íslandsbanka með þeim Drífu Snædal, forseta ASÍ og Konráð Guðjónssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Íþróttir helgarinnar en þó aðallega HM í handbolta voru á sínum stað með Einari Erni í Egyptalandi.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Það er gott elska

Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar - Í hjarta þér

Jackie Deshannon - Put a little love in your heart

Eyþór Ingi og Lay Low - Aftur heim til þín

Sigrún Stella - Sideways

Ed Sheeran - Afterglow

George Harrison - My sweet lord

Duran Duran - Five years

Birt

18. jan. 2021

Aðgengilegt til

18. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir