Morgunútvarpið

14. jan. - HM, vörumerki, Borgarholtsskóli, Bretland og fjallgöngur

Heimsmeistaramótið í handbolta hófst í Egyptalandi í gær og í dag leikur íslenska landsliðið sinn fyrsta leik á mótinu, við góðkunningja sína frá Portúgal, sem þeir hafa mætt tvisvar á undanförnum dögum. Einar Örn Jónsson er staddur á mótsstað og við hringdum í hann og heyrðum hvernig stemmingin er á leikdag.

Hrafn Gunnarsson, hugmynda og hönnunarstjóri, á auglýsingastofunni Brandenburg ræddi við okkur um íslensk vörumerki. Grafískir hönnuðir á stofunni eru safna saman efni í bók um íslensk vörumerki sem hönnuð hafa verið í gegnum tíðina enda endurspegla þau stefnur og strauma hverju sinni og eru á sinn hátt ákveðin samfélagsspegill.

Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, sendi foreldrum og forráðamönnum nemenda bréf þar sem hann fór yfir atburði gærdagsins þar sem minnsta kosti sex manns þurftu leita á spítala eftir ofbeldismenn réðust inn í skólann með hnífa, hnúajárn og hafnaboltakylfur. Hann segir ofbeldismennirnir hafi verið kunningjar nemenda í skólanum og um uppgjör hafi verið ræða sem hafi átt fara fram annarstaðar. Ársæll fór yfir þessa atburði með okkur í þættinum.

Ástandið í Bretlandi er slæmt þessa dagana, þar eiga allir halda sig heima enda útgöngubann í gildi, skólar eru lokaðir og heilbrigðisstofnanir yfirfullar. Erla Rafnsdóttir hefur búið á Englandi lengi og við slógum á þráðinn til hennar og heyrðum af stöðu mála þar ytra.

Árni Tryggvason, björgunarsveitarmaður sem einnig hefur unnið við leiðsögn og er þaulvanur fjallagarpur, var hjá okkur en hann er mjög gagnrýnin á það hvernig sumt fólk fer útbúið á fjöll, jafnvel þótt það mjög vant fjallgöngum. Hann skrifað um þetta pistil fyrr í vikunni eftir tvö slys í Esjunni. Oftar en ekki er fólk t.d. með algerlega ófullnægjandi mannbrodda sem seldir eru sem fullnægjandi búnaður. Hann telur ákveðna þöggun ríkja um þetta og hefur sjálfur uppskorið mikla gagnrýni þegar hann gagnrýnir þetta og vill meira lagt í rannsaka tildrög slysa í fjallgöngum enda myndi það auka öryggi fólks verulega.

Tónlist:

Bony Man - The bottom.

Cat Stevens - Morning has broken.

Alison Moyet - Is this love?

Oscar Leone - Aloha.

Sting - Shape of my heart.

Mannakorn - Óralangt í burt.

Hreimur - Skilaboðin mín.

Taylor Swift - Willow.

Birt

14. jan. 2021

Aðgengilegt til

14. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.