Morgunútvarpið

11. jan - Naumhyggja, bóksala, rafmyntir, Ólafur Ragnar og handbolti

Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson

Naumhyggjulífstíll er hugtak sem ekki margir þekkja. Það er að lifa af eins litlu og hægt er. Sveinn Snorri Sighvatsson er einn þeirra sem hefur tekið uppá þeim lífstíl. Býr núna í miðjum Covid faraldri í hjólhýsi í Laugardalnum ásamt kærustu og hundi. Alla jafna eyðir hann tíma sínum uppá hálendinu sem leiðsögumaður. Rúnar heimsótti hann í Laugardalinn til að forvitnast um naumhyggjulífið og lífið á tjaldsvæðinu í Laugardalnum.

Hvernig gekk bóksala á síðasta ári? Hafði faraldurinn áhrif á bókalestur og kaup? Við töluðum við Margréti Jónu Guðbergsdóttur hjá Pennanum Eymundsson en þau reka 16 bókaverslanir um allt land og ættu því að hafa góða yfirsýn yfir markaðinn.

Rafmyntin Bitcoin hefur verið í fréttum undanfarið vegna gríðalegrar virðishækkunnar. Margir hafa heyrt um þessar rafmyntir sem eru í gangi en kannski haldið að tímabili þeirra væri lokið. Að þetta hafi verið bóla eða pýramídasvindl. Til að forvitnast um þennan markað heyrðum við í Kjartani Ragnars hjá Rafmyntaráði Íslands sem ætlar að upplýsa okkur betur.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti íslands, var í viðtali hjá okkur en við ræddum við hann um ástandið í bandarískjum stjórnmálum og þjóðlífi eftir að hópur fólks réðst inn í bandarískja þinghúsið fyrir helgi. Við ræddum við hann um aðdragandann að þessu, stöðuna núna og hvað honum fannst líklegast að gerist í framhaldinu.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson af íþróttadeildinni fór yfir mótið framundan hjá handboltalandsliðinu og möguleikana þar.

Tónlist:

Emilílana Torrini - Big jumps

Hjálmar - Manstu

Sváfnir Sig ásamt Hildi Völu - Þetta fley er ekki að fara neitt

GDRN ásamt Birni - Áður en dagur rís

Jet black Joe ásamt Sigríði Guðnadóttur - Freedom

Daði Freyr ásamt Ásdísi - Feel the love

Tracy Chapman - Fast car

Birt

11. jan. 2021

Aðgengilegt til

11. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir