Morgunútvarpið

19. nóv. - Eldvarnir, málfar, vextir, Þorsteinn J, Sigga Dögg

Eldvarnir á heimilum í Reykjavík eru mun lakari en á heimilum í nágrannasveitarfélögum og þó sérstaklega miðað við heimili utan höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið. Fjöldi reykskynjara er að meðaltali 2,8 á heimilum í höfuðborginni en 3,7 á heimilum utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er mun algengara að enginn eða aðeins einn reykskynjari sé á heimilum í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins. Þá eru þessi mál síður í lagi hjá ungu fólki og leigjendum. Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, var á línunni hjá okkur.

Við ræddum íslenskt mál eins og alltaf á fimmtudögum þegar Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kom til okkar og að þessu sinni beindi hún sjónum sínum að þrautseigju og seiglu m.a.

Í gær var tilkynnt um nokkuð óvænta vaxtalækkun Seðlabankans. Sú ákvörðun verður til umræðu á árlegum peningamálafundi Viðskiptaráðs sem fram fer í dag. Þar verður spurningunni um hvort og hvenær Seðlabankinn eigi að grípa inn í markaði með beinum hætti líka velt upp ásamt fleiru er varðar peningastefnuna og hagstjórnina um þessar mundir. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs var á línunni og fór yfir þessi mál með okkur.

Þorsteinn J fjölmiðlamaður og skáld lætur sér ekki leiðast þrátt fyrir heimsfaraldur og frumsýnir nú nýja sjónvarpsþætti undir heitinu Sögur sem breyta heiminum. Þá kom einnig út eftir hann fyrir skemmstu bókin Ég skal vera ljósið og við fengum hann til okkar í smá morgunspjall um lífið og listina.

Sigríður Dögg Arnardóttir, eða Sigga Dögg eins og við þekkjum hana gjarna, hefur skrifað barnabókina Að eilífu, ég lofa, en bókin spratt fram þegar Sigga Dögg fór í gegnum skilnaðarferli og fann engar bækur sem hjálpað gætu börnum hennar á krefjandi tímum. Sigga Dögg settist hjá okkur og sagði okkur meira.

Tónlist:

Ylja - Á rauðum sandi.

John Grant - Its easier.

Helgi Björns, Salka Sól og Reiðmenn vindanna - Saman (höldum út).

London Grammar - Californian soil.

Hjálmar - Yfir hafið.

Mugison - Sólin er komin.

Fleetwood Mac - Seven wonders.

Madness - Embarressment.

Bríet - Rólegur kúreki.

Birt

19. nóv. 2020

Aðgengilegt til

17. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir