Morgunútvarpið

17. nóv. - Dreifing ösku, sjálfsvíg, hlaup, fatlaðir og vísindi

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður segir að hver og einn eiga að fá að ráða sínum næturstað. Þar á hún við að rýmka þurfi reglur er varða hvar og hvernig fólk á Íslandi er jarðsett. Hún vill sjá að hægt verði að dreifa ösku úti í náttúrunni, en í dag er slíkt ekki leyfilegt hvar sem er. Við hringdum í Bryndísi og ræddum þetta mál.

Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur, var á línunni hjá okkur, en hann gaf nýverið út bókina Þjóð gegn sjálfsvígum. Þar er meðal annars fjallað um sjálfsvígsatferli, sjálfsvígsaðferðir og áhættuþáttum sjálfsvíga. Óhætt er að fullyrða að þörf sé á samantekt um þessi mál því á bilinu 30-50 manns falla fyrir eigin hendi á ári hverju hérlendis.

Heimsfaraldurinn gerir það að verkum að margir þeirra sem halda hverskyns viðburði halda að sér höndum og skipuleggja sig ekki langt fram í tímann, enda erfitt auk þess sem fólk er ekki endilega tilbúið til þess að kaupa miða þegar óvissan er svona mikil. það virðist þó ekki eiga við um hlaupara því um 750 manns hafa nú þegar skráð sig í Hengilshlaupið næsta sumar og er uppselt í vinsælustu vegalengdina. Einar Bárðarsson, skipuleggjandi, var á línunni.

Í kjölfar umfjöllunar um slæman aðbúnað og meðferð á vistheimilinu Arnarholti hafa Landssamtökin Þroskahjálp krafið stjórnvöld um að grípa tafarlaust til ráðstafana til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Tryggja þurfi réttarvernd fatlaðs fólks og eftirlit með að það njóti grundvallarmannréttinda. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar kom til okkar.

Sævar Helgi Bragason kom svo til okkar í vísindaspjall og ræddi m.a. vígahnött sem margir sáu á himni hér á landi í gær.

Tónlist:

Karitas Harpa og Svavar Knútur - I love you.

Emilíana Torrini - Baby blue.

Warmland - Superstar minimal.

Bubbi Morthens - Sól rís.

Jamiroquai - Alright.

Ásgeir Trausti - Hringsól.

Jóhanna Guðrún - Is it true?

James Taylor - How sweet it is (to be loved by you).

Valdimar - Lítið og væmið.

Eurythmics - Sweet dreams (are made of this).

Birt

17. nóv. 2020

Aðgengilegt til

15. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir