Morgunútvarpið

5. nóv. - Hljómleikur, málfar, hreyfing, einyrkjar, forsetakosningar

Helga Þórdís Guðmundsdóttir hefur gefið út kennslubókina Hljómleik sem ætluð sem söngeflandi námsefni. Þar er farið í gegnum hvernig nota má partýgripin svokölluðu og ná fljótt tökum á því að spila sín uppáhaldslög. Helga vill hjálpa fólki að lyfta andanum á erfiðum tímum og þó að námskeiðshald hennar liggi niðri er ekkert sem bannar manni að prófa heima. Við heyrðum í Helgu sem segir að allir geti lært að spila undir söng.

Við brugðum okkur til Bandaríkjanna í málfarshorni dagsins, en Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur fræddi okkur m.a. um heiti ríkja þar vestra.

Öll vitum við hversu mikilvægt það er að hreyfa sig á þessum tímum, sem og að lyfta andanum þegar flestir vinna heima. Hjá Reiknistofu bankanna hafa starfsmenn brugðið á það ráð að ganga hringinn í kringum landið - heiman frá sér. Við forvitnuðumst um þetta skemmtilega framtak og hringdum í Hermann Árnason sem sagði okkur meira.

Rúmlega 200 einyrkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa sent öllum alþingismönnum bréf með ákalli um aðgerðir vegna tekjufalls í kórónuveirufaraldrinum. Við heyrðum í Jónu Fanney Svavarsdóttur, framkvæmdastjóra og eiganda Eldhúsferða vegna þessa.

Við fórum yfir stöðuna í bandarísku forsetakosningunum með Friðjóni Friðjónssyni, áhugamanni um bandarísk stjórnmál.

Tónlist:

Nýdönsk - Þá kemur þú.

Prefab Sprout - Appetite.

Elíza Newman - Ukulele song.

Bubbi Morthens - Sól rís.

Don Henley - The boys of summer.

Albatross - Ofboðslega næmur.

Melody Gardot og Sting - Little something.

Harald - Fullkomin.

Hildur Vala - Komin alltof langt.

Miley Cyrus - Midnight sky.

Birt

5. nóv. 2020

Aðgengilegt til

3. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir