Morgunútvarpið

29. okt - HR, íslenskt mál, Skotvís, Covid og vín.

Morgunútvarpið mið. 29.10.2020.

Umsjón: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Í sumar tók Anna S Bragadóttir við Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík. Í síðustu viku tók hún sig til ásamt skrifstofustjóra deildarinnar og hringdi í alla nemendurna, 140 manns, til að heyra í þeim hljóðið núna þegar allt er með öðrum hætti en venjulega í samfélaginu. Við heyrðum í henni hljóðið.

Anna Sigríður Þráinsdóttir kom og flutti sinn vikulega pistil um íslenskt mál.

Almaavarnir hafa beint þeim tilmælum til almennings að vera ekki að ferðast mikið á milli landshluta. Þá hafa veiðimenn verið beðnir um að taka þetta til sín en núna á sunnudaginn hefst rjúpnaveiðitímabilið. Við heyrðum í Jóni Víði Haukssyni hjá Skotvís.

Eins og fram kom í gær hafa yfirvöld áhyggjur af því hvernig faraldurinn er að þróast. Rauð flögg hér og þar sagði sóttvarnarlæknir í gær og allt útlit fyrir að sóttvarnarráðstafanir verði hertar enn frekar. við heyrðum í Ragnari Frey Ingvarssyni, yfirlækni á Covid göngudeildinni og fáum hans mat á stöðunni.

Léttvín eru af ýmsum toga og sumum finnst þessi heimur flókin. Hvaða vín passar með hvaða mat, hvaða eiginleika gera vín gott o.sv.frv. Hafliði Már Brynjarsson er annar tveggja sem kemur að vefsíðunni Vínleit sem er sett upp til að aðstoða fólk við leit að rétta víninu eða bara fyrir áhugasama um vínmenningu. Við heyrðum í Hafliða sem er mikill áhugamaður um góð vín.

Tónlist:

Sycamore tree - Home again

Adele - When we were young

Baggalútur - Er ég að verða vitlaus eða hvað

Bubbi Morthens - Fallegur dagur

Of monsters and men - King and lionheart

U2 - Red hill mining town

GDRN - Af og til

Billy Joel - Movin out

Emilíana Torrini - Tookah

George Michael - Freedom 90

Birt

29. okt. 2020

Aðgengilegt til

27. jan. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir