Morgunvaktin

Verðhækkanir á grænmeti geta dregið úr neyslu þess

Í vikulegu spjalli Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði, um mat og næringu var fyrst rætt um frétt í Fréttablaðinu í dag um verðhækkanir á matvörum. Verð á grænmeti hefur hækkað um 16 prósent og af því hefur Anna Sigríður áhyggjur. Hún óttast fólk dragi úr neyslu grænmetis og var hún ekki næg fyrir, litið til neysluvenja og manneldismarkmiða. Þá var rætt um mikilvægi trefjaneyslu og upplýsingamengun en auglýsingum um mat og fæðubótarefni er stöðugt beint fólki, ekki síst ungu fólki.

Í spjalli um ferðamál sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, frá nýrri könnun Ferðamálastofu á ferðavenjum erlendra ferðamanna. Sem fyrr dregur náttúran flesta ferðamenn til landsins.

Um áratugaskeið hefur Þjóðkirkjan starfrækt orlofsbúðir fyrir eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði. Þórey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Eldriborgaráðs Reykjavíkurprófastdæma, sagði frá.

Tónlist:

Get ready - The Temptations,

Love is blue - Paul Mauriat,

Sugar, sugar - Wilson Pickett,

Ferð án enda - Ellen,

Sestu hérna hjá mér - Álftagerðisbræður.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Frumflutt

17. mars 2023

Aðgengilegt til

15. júní 2023
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.