Það er rúm vika til kosninga. Kosið verður til borgar-, bæjar- og sveitarstjórna í 62 sveitarfélögum á laugardaginn í næstu viku; sveitarfélögin eru reyndar 64 - eða verða frá og með kjördegi - en sjálfkjörið er í tveimur þar sem aðeins einn listi er í framboði. Við spjölluðum um eitt og annað er snýr að sveitarstjórnum við Evu Marín Hlynsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði, en hún er sérfróð um sveitarstjórnarstigið.
Flugfargjöld eru misdýr eftir því hvert flogið er, og jafnvel þótt vegalengdin sé áþekk. Eftirspurn ræður verðlagningu í háloftunum en ekki kostnaður. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir þetta með okkur. Hann sagði okkur líka frá áformum ferðamálayfirvalda á Mallorca að gera eyjuna að úrvalsáfangastað fyrir fólk með fötlun og skorti á flugmönnum í Bandaríkjunum.
Marzibil Erlendsdóttir vitavörður og veðurathugunarmaður ræddi svo við okkur um lífið og tilveruna á Dalatanga í lok þáttar.
Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Lili Marlene ? Marlene Dietrich
You do something to me ? Marlene Dietrich
Where do you go to my lovely ? Peter Sarstedt
All night long ? Lionel Richie