• 00:35:28Helga Hauksdóttir
  • 01:02:11Karl Örvarsson
  • 01:23:05Kristján Sigurjónsson

Morgunvaktin

Danadrottning, ferðalög og eftirherma

Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, sagði frá Margréti Þórhildi Danadrottningu en í dag eru fimmtíu ár liðin frá því hún tók við völdum af föður sínum Friðriki 9. er hann lést eftir skammvin veikindi. Danskir fjölmiðlar fjalla eðlilega mikið um drottninguna en hátíðarhöldum hefur verið frestað þangað til í september. Hún mun samt sem áður koma í þinghúsið í dag og leggja blómsveig leiði foreldra sinna í Hróarskeldu.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fjallaði um ferðalög Margrétar Danadrottningar en hún og eiginmaður hennar, Hinrik prins, fóru oft til Frakklands enda Hinrik af frönskum aðalsættum. Hinrik lést árið 2018. Hann fór yfir áherslur flugfélaganna á árinu 2022 en fjölmargir áfangastaðir í Suður-Evrópu verða í boði í beinu flugi frá Íslandi.

Karl Örvarsson, eftirherma og tónlistarmaður, lýsti því þegar Facebook logaði í kjölfar lokaatriðis fréttaannáls fréttastofu RÚV á gamlárskvöld. Þarna brugðu Karl og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á leik og endurgerðu frægt atriði úr áramótaskaupinu frá 1985 þar sem Laddi og Bjarni Felixson voru í hlutverkunum. Hann lýsti samskiptum sínum við Kára í gegnum tíðina en þeir eru miklir mátar þrátt fyrir prakkaraskap Karls í garð Kára.

Tónlist:

Glæden sorgen og lykken - Hanne Jul

Dansevise - Grethe Ingmann & Jörgen Ingmann

Forarsdag - Anne Linnet

Halvmanetid - Trille

1700 vindstig - Karl Örvarsson

Umsjón:

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

14. jan. 2022

Aðgengilegt til

14. apríl 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.