Morgunvaktin

Efnahagur og samfélag, Berlínarspjall og Heimsþing kvenleiðtoga

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir afkomu stærstu tæknifyrirtækja heims í samanburði við önnur fyrirtæki en staða þeirra varð enn betri á tímum heimsfaraldurs. Hann ræddi einnig um úthlutun aflaheimilda í síðustu viku og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til næstu fimm ára.

Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um stöðuna í þýskum stjórnmálum, hvað er gerast á bak við tjöldin hjá Kristilegum demókrötum eftir slæma útreið í þingkosningunum í haust. Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn var einnig ræddur í Berlínarspjalli sem og endurkoma Thomas Gottschalk í þýskt sjónvarp.

Hanna Birna Kristjánsdóttir starfar hjá aðalskrifstofu UN Women í New York. Hún er einnig stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Þar munu 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og víðar taka þátt, þar af um 200 í Hörpu og 400 með rafrænum hætti hvaðanæva úr heiminum.

Tónlist: Móða og Bekkur með Agnari Magnússyni og Lage Lund. Home með Ellen Kristjánsdóttir og Have you ever seen the rain með Creedence Clearwater Revival.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Birt

9. nóv. 2021

Aðgengilegt til

7. feb. 2022
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.