Mannlegi þátturinn

Farsæld barna, kórahátíð og Þorleifur Gaukur

Við fræddumst í dag um lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna sem hafa tekið gildi hér á landi. Þessi lög eru nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur og eiga tryggja börn og fjölskyldur þeirra falli ekki milli kerfa. Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri Farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessum nýju lögum.

Svo heyrðum við um kórahátíð sem fer fram í Hörpu um helgina. Hingað til lands kemur til dæmis ein stærsta stjarna kórtónlistar í heiminum í dag, Eric Whitacre, sem hefur meðal annars byggt upp kórasamfélag á netinu sem hefur fengið gífurlega þáttöku og áhorf. Það er Landssamband blandaðra kóra og Félag íslenskra kórstjóra sem stendur hátíðinni og Margrét Bóasdóttir mun sagði okkur meira frá henni í þættinum.

Þorleifur Gaukur Davíðsson kom svo til okkar. Hann fór til Bandaríkjanna í hinn virta Berklee tónlistarháskólann í Boston á fullum styrk og var fyrsti munnhörpuleikarinn sem fékk slíkan styrk við skólann. Í dag býr hann í Nashville og starfar sem tónlistarmaður í þessari borg þar sem nánast allt snýst í kringum tónlistarbransann. Í kjölfar föðurmissis samdi hann tónlist til vinna úr sorginni og tilfinningunum sem komu í kjölfarið. Um helgina verður frumsýnd stuttmyndin Sorgarstig, þar sem Þorleifur Gaukur spilar þessa tónlist ásamt píanóleikaranum Davíð Þór Jónssyni og bassaleikaranum Skúla Sverrissyni. Þorleifur Gaukur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá stuttmyndinni, lífinu í Nashville, munnhörpunni og spilað fyrir okkur í beinni lag úr myndinni.

Tónlist í þættinum

Mikki / Stuðmenn (Jakob Frímann)

Glad calypso om våren / Glenn Sundberg (Olle Adolphson)

Það sýnir sig / Una Torfadóttir (Sigurður Guðmundsdóttir)

Pabbavals / Þorleifur Gaukur Davíðsson (Þorleifur Gaukur Davíðsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

28. sept. 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,