Mannlegi þátturinn

Elísabet Jökuls, jólasiðavinkill og Friðgeir lesandinn

Við endurfluttum í dag viðtal við Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur sem var áður í þættinum í júní. Á þeim tíma var hún búin lýsa því yfir hún ætlaði taka það rólega, en svo þróuðust málin á talsvert annan veg. Hún var þvert á móti búin koma sér í fullt af verkefnum, meðal annars var hefjast vinna við nýja sýningu eftir hana í Þjóðleikhúsinu, Saknaðarilmur, sem frumsýnd verður í febrúar, og svo var hún vinna í því götu, eða öllu heldur stíg í Vesturbænum skírðan í höfuðið á sér, Elísabetarstíg.

Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn var þessu sinni borinn við ýmsa jólasiði, Guðjón velti fyrir sér muninum á jólahaldi þeirra sem eru við vinnu sína á jólum og þeirra sem hafa frídaga þá, auk þess sem hann rifjaði upp eitt næstumþvíslys er tengdist sósugerð á jólum.

Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Friðgeir Einarsson rithöfundur, leikari og leikskáld. Hann sagði okkur aðeins frá nýjustu bókinni sinni, Serótónínendurupptökuhemlar, og svo auðvitað frá því sem hann hefur verið lesa undanfarið og þær bækur og höfundar sem hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.

Tónlist í þættinum í dag:

Stóð ég útí tunglsljósi / Björgvin Halldórsson (Heinrich Heine og Jónas Hallgrímsson)

Lína Dröfn / Spilverk Þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)

Jólasnjór / Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn (erlent lag, texti Jóhanna G Erlingsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

27. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,