Mannlegi þátturinn

Katla Margrét föstudagsgestur og 13 ómissandi hlutir í eldhúsinu

Föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins í þetta sinn var hin þjóðkunna leikkona Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Katla hefur komið víða við á leiklistarferli sínum, í sjónvarpsþáttum, á leiksviði, í kvikmyndum og áramótaskaupum og svo er hún í vinsælli hljómsveit, Heimilistónum, hvar hún leikur á píanó og semur lög og texta. Þessa dagana leikur hún meðal annars aðalhlutverkið í leikritinu Með guð í vasanum í Borgarleikhúsinu og hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í nýjum sjónvarpsþáttum, Kennarastofan, hjá Sjónvarpi Símans. Við fórum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Hlíðunum og í Kópavogi, hún talaði um leiklistarskólanámið og svo hvernig ferillinn hefur þróast í þættinum í dag.

Sigurlaug Margrét kom svo í fyrsta matarspjall ársins og í dag ákváðum við tala um, og taka til, 13 hluti sem eru ómissandi í eldhúsinu í tilefni þess það er þrettándinn á morgun. Við gerðum lista hvert um sig og bárum þá saman í beinni útsendingu auðvitað og það var helst einn hlutur sem vakti ólíkar skoðanir hjá okkur.

Tónlist í þættinum í dag:

Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir)

Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger og Þórarinn Guðnason)

Here Comes the Sun / Nina Simone (George Harrison)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

5. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,