• 00:05:34Jón Jósep Snæbjörnss. - föstudagsgestur
  • 00:21:15Jónsi - seinni hluti
  • 00:38:36Matarspjall á bóndadaginn

Mannlegi þátturinn

Jónsi föstudagsgestur og matarspjall á bóndadegi

Föstudagsgesturinn okkar í dag var söngvarinn góðkunni Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi í Svörtum fötum. Hann er fæddur 1.júní 1977 og hefur svo sannarlega komið víða við á tónlistarbrautinni. Í dag starfar hann sem viðskiptatengslastjóri hjá Aurbjörgu auk þess vera enn á kafi í tónlistarbransanum. Jónsi rifjaði upp æskuárin á Akureyri, upphaf tónlistarferilsins, trommuleik í kjallaranum, skólagönguna, þríhornið, hljómsveitina Ringulreið, flutninginn til Reykjavíkur, ABBA sýninguna á Broadway, þegar hann keppti fyrir hönd Íslands í Istanbúl í Eurovision og fleira.

Það var matarspjall í dag eins og alltaf á föstudögum. Á bóndadegi var ekki komist hjá því ræða bóndamat, þorramat og fleira með Sigurlaugu Margréti og það voru skiptar skoðanir eins og svo oft áður.

Tónlist í þætti dagsins:

Dag sem dimma nátt / Í svörtum fötum (Magnús Þór Sigmundsson og Stefán Hilmarsson)

Ég labbaði í bæinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Jóhann Helgason og Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Paradís / Í svörtum fötum (Einar Örn Jónsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

26. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,