• 00:06:54Svandís Anna - Sjúkást, jafnvægi í samskiptum
  • 00:29:06Berglind Soffía - vannæring hjá eldra fólki

Mannlegi þátturinn

Sjúkást og jafnvægi, vannæring eldra fólks

Sjúkást er fræðslu- og forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Í árlegri herferð sem fór af stað í vikunni er verið velta fyrir sér jafnvæginu í samskiptum og því sem getur raskað því. Til dæmis aldursmunur, líkamlegur styrkur, frægð, æsingur, vinsældir, hræðsla, skert meðvitund og fleira. Svandís Anna Sigurðardóttir, verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum, kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá Sjúkást, jafnvægi og spjallinu Sjúktspjall á www.sjukast.is þar sem hægt er senda inn nafnlausar spurningar.

Vannæring, eða áhætta á vannæringu, er algengt vandamál hjá eldra fólki. Algengi vannæringar eða áhætta á vannæringu er hjá eldra fólki sem dvelst á sjúkrahúsi og eftir útskrift versnar oft næringarástand þess. í janúar varði Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal doktorsritgerð sína í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni rannsakaði hún tvo hópa, 65 ára og eldri, sem voru útskrifast heim frá Landspítala og voru í áhættu á vannæringu. Öðrum hópnum veitti hún næringarmeðferð og frítt orku- og próteinbætt fæði ásamt næringardrykkjum í 6 mánuði eftir útskrift. Hinn hópurinn fékk ekki slíka aðstoð og niðurstöðurnar eru sláandi. Berglind kom til okkar í dag.

Tónlist í þættinum:

Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)

Saturday Sun / Nick Drake (Nick Drake)

Aquarius / The Fifth Dimension (Galt MacDermot, Gerome Ragni & James Rado)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,