• 00:05:56Búseti 40 ára
  • 00:22:23Guðjón Helgi Ólafsson - Vinkill dagsins
  • 00:38:06Lesandi vikunnar - Skúli Sigurðsson

Mannlegi þátturinn

Búseti 40 ára, þvottavélavinkill og Skúli lesandinn

Byggingarfélagið Búseti fagnar 40 ára afmæli í ár, nákvæmlega var það í gær 26.nóvember. Slagorðið Barátta fyrir búsetu fylgdi félaginu í upphafi þegar húsnæðismál voru í upplausn. Páll Gunnlaugsson arkitekt sat í fyrstu stjórn Búseta og hefur einnig setið í formannstóli félagsins. Hann hefur skrifað bók um sögu félagsins en það var stofnað af áhuga og frumkvæða fjölda fólks sem lét sig varða stöðu húsnæðismála, sérstaklega ungs fólks. Við ræddum við Pál í dag.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við þvottavélar, endurvinnslu, Guðmund rímnaskáld og Bólu-Hjálmar.

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Skúli Sigurðsson rithöfundur. Bókin hans Maðurinn frá Sao Paulo er nýkomin út. Glæpasaga með sögulegu ívafi sem við fengum hann til segja okkur aðeins betur frá. En auðvitað sagði hann okkur aðallega frá því sem hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Skúli talaði um eftirtaldar bækur og höfunda:

Tónlist í þættinum í dag:

Hámenningin / Halli Reynis (Halli Reynis)

Our house / Crosby,Stills and Nash (Graham Nash)

Good year for the roses / Elvis Costello (Jerry Chestnut)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

27. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,