• 00:06:51Ólína G. Viðarsd. - heilaheilsa
  • 00:23:13Andrea B. Ólafsd. - Hvernig varð ég til?
  • 00:36:30Einar Sveinbjörnsson - veðurspjallið

Mannlegi þátturinn

Heilaheilsa, Hvernig varð ég til, veðurspjallið

Heilaheilsa og þjálfun hugans er nafn á námskeiði sem Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum við stýrir á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Á námskeiðinu er fjallað um heilann og hugarstarf og markmiðið er þáttakendur öðlist þekkingu á hugrænum þáttum og hvaða hlutverki þeir gegna í okkar daglega lífi. Einnig þeir öðlist betri innsýn í eigin hugræna styrkleika og veikleika og læri leiðir til þjálfa hugann og efla heilaheilsu. Ólína kom í þáttinn og sagði okkur meira frá heilaheilsu í dag.

„Hvernig varð ég til?“ er bók fyrir öll börn sem verða til með aðstoð egg- eða sæðisgjafa. Bókin hentar einstaklingum sem eignast börn ein og einnig samkynja- og tvíkynja pörum. Bókin aðstoðar fjölskyldur við upplýsa börn um hvernig þau urðu til, þar sem áherslan er á fólk sem fær aðstoð frá egg- eða sæðisgjafa við barneignarferlið. Mikilvægt er foreldrar séu opinská og heiðarleg gagnvart börnum um hvernig þau urðu til og ekki er alltaf auðvelt vita hvernig á bera sig að. Markmiðið með bókinni er vera ákveðið verkfæri til aðstoða foreldra við samtalið. Andrea Björt Ólafsdóttir er höfundur bókarinnar kom til okkar í dag.

Veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni var svo í dag. Í þetta sinn talaði Einar við okkur um veðurútlitið næstu daga og vikur. Hvort hægt spá með viti í marsveðráttuna og með hvaða aðferðum þá. Hann ætlar líka rifja upp þegar 1500 manns sátu fastir í bílum sínum í Þrengslunum 27.febrúar árið 2000, þegar fjöldi þusti út til berja Heklugos augum. Þá hafði verið tilkynnt í fréttum gos myndi hefjast innan 30 mínútna, en lítið sást til gossins, en í staðinn gerði byl með ófærð. Þetta var ein viðamesta björgunaraðgerð á vegum úti í Íslandssögunni.

Tónlist í þættinum:

Skólaball / Brimkló (Magnús Kjartansson)

Marz / John Grant (John Grant)

4:30 AM / Solveig Slettahjel (Peder Kjellsby & Solveig Slettahjell)

Nacho verduzco /Kronos Quartet (Chalino Sanchez)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

27. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,