Mannlegi þátturinn

Fjölmenningardeiglan, jólabókaflóðið og Grænhöfðaeyjar

Við kynntum okkur Fjölmenningardeigluna á vegum Þjóðminjasafnsins í þættinum dag. Þjóðminjasafnið hóf safna upp úr 1960 upplýsingum um siði og venjur, hátíðisdaga og daglegt líf í íslensku samfélagi, en í þetta sinn beina þau sjónum pólskum rótum og daglegu lífi á Íslandi. Safnið óskar eftir frásögnum fólks af pólskum uppruna af íslensku samfélagi, en markmiðið er safna upplýsingum um upplifun einstaklinga innan pólska samfélagsins á Íslandi af veru þeirra hér á landi. Helga Vollertsen, sérfræðingur þjóðhátta hjá Þjóðminjasafninu kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu.

Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kom til okkar í dag en hann mun gera upp jólabókaflóðið fyrir síðustu jól á bókasafni Kópavogs, nokkuð sem hann hefur gert í mörg ár víða um land. Jón Yngvi kom í þáttinn.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póskortið barst þessu sinni alla leið frá Cabo Verde, eða Grænhöfðaeyjum. Magnús sagði líka frá fyrstu ferð sinni til Portúgal en þar koma við sögu Biskupstungur, Hong Kong, og Evrópukeppnin í fótbolta meðal annars. Núna er hann a Cabo Verde og sagði frá upplifun sinni á þessum sérkennilegu eyjum sem eiga sér dramatíska sögu.

Tónlist í þættinum í dag:

Manstu ekki eftir mér? / Stuðmenn (Ragnhildur Gísladóttir og Þórður Árnason)

Got to get trough another day / Carole King(Carole King)

Nounous et pioupious /The Metropole Orkest stjórnað af Jan Stulen (Roger Roger)

Besame Mucho / Cesária Evora (Consuelo Velasquez)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

17. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,