Mannlegi þátturinn

Einmannaleiki, vinkill frá Guðjóni og Valgerður lesandinn

Öll finnum við fyrir einmanaleika einhvern tíma á lífsleiðinni. Sum upplifa hann aðeins tímabundið, hjá öðrum er hann viðvarandi en hann snertir líf okkar allra með einhverjum hætti. Í Einmana tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar fjallar Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir um einsemdina frá fjölmörgum hliðum. Hún skoðar hver eru einmana, hvenær og af hverju en leitast líka við varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum. Við ræddum við Aðalbjörgu í þættinum.

Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallar meðal annars um menningarferð í kvikmyndahús, hláturpokann og uppfinningamanninn Walter Thiele, um það mynda sér skoðun á málum sem tekist er á um á samfélagsmiðlum með einar saman tilfinningar til grundvallar, um athugasemdir á samfélagsmiðlum og um gildi þess líta í eigin barm.

Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Valgerður Garðarsdóttir forstöðumaður námsvers Menntaskólans við Hamrahlíð. Við fáum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Valgerður sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:

Vonin, akkeri fyrir sálina. Kjarnyrðabók e. sr. Þorvald Víðisson.

Valskan. Skáldsaga byggð á heimildum um formóður höfundar sem uppi var á síðari hluta 18. aldar. Eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur.

Engan þarf öfunda, daglegt líf í Norður Kóreu. Barbara Demick bandarískur blaðamaður skrifaði bókina eftir samtöl við fólk sem flúið hafði frá N-Kóreu til S-Kóreu. Elín Guðmundsdóttir þýddi.

Kjörbúðarkonan e. Sayaka Murtata, Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.

Bækur sem kveiktu lestraráhuga Valgerðar í æsku.

Pabbi, mamma, börn og bíll, og framhald hennar e. Anne-Cath Vestly.

Tónlist í þættinum:

Vor í Vaglaskógi / Friðrik Ómar og Pálmi Gunnarsson (Jónas Jónasson og Kristján frá Djúpalæk)

Ég mun bíða þín / Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson á píanó (Michel Legrand og Bragi Valdimar Skúlason)

Ferry Cross the Mersey / Gerri and the Pacemakers

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

18. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,