Mannlegi þátturinn

Staða hinsegin eldra fólks, Anna Bergljót og örsögur ritlistarnema

Í síðustu viku var fundur á vegum norrænu samtakanna NIKK, þar sem fjallað var um stöðu hinsegin eldra fólks á Norðurlöndunum og hvað væri hægt gera til bæta hana. Á fundinum voru kynntar tvær skýrslur um stöðuna og við fengum Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 og Ragnhildi Sverrisdóttur, sem var fundarstjóri á norræna fundinum til þess segja okkur frá því hvað kom fram í þessum skýrslum og á fundinum um stöðu hinsegin eldra fólks á Norðurlöndunum.

Í nóvember síðastliðnum fór íslenska jólamyndin Jólamóðir í bíó. Hún er gefin út í nýrri útgáfu fyrir þessi jólin og verður sýnd alveg fram á þrettándann í völdum kvikmyndahúsum víðsvegar um landið. Og af fleiri jólaævintýrum, Ævintýri í Jólaskógi er farið af stað fjórða árið í röð, þar er um ræða vasaljósaleikhús í Guðmundarlundi og alltaf með nýjum sögum í hvert skipti. Og eins og þetta ekki nóg, þá opnaði Jólalundur í Kópavogi við hátíðlega athöfn þar sem fjölskyldum gefst tækifæri á mæta frítt á jólaball, fara í ratleik og fleira skemmtilegt. Anna Bergljót Thorarensen kemur öllum þessum viðburðum og við ræddum við hana í þættinum í dag.

Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Þetta er í tólfta sinn sem þetta er gert, fyrst voru sögurnar 100 orð en svo fækkar orðunum með hverju árinu og eiga sögurnar því vera nákvæmlega 89 orð hver og þemað í ár er Órói. Við heyrðum höfundana sjálfa lesa þriðja og síðasta hluta þessara örsagna í þættinum í dag. Höfundarnir voru í dag Karólína Rós Ólafsdóttir, Katrín Mixa, Guðrún Friðriks, Valgerður Ólafsdóttir, Birgitta Björk Bergsdóttir, Áslaug Ýr Hjartardóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Svala Jónsdóttir.

Tónlist í þættinum í dag:

Jólin eru dásamleg / Jóhann Sigurðarson og Þór Breiðfjörð (Guðmundur Jónsson)

The girls from Grindavik / Matti Kallio (Matti Kallio)

Have Yourself a Merry Little Christmas / Laufey & Norah Jones (Hugh Martin & Ralph Blane)

Jólabros í jólaös / Egill Ólafsson og barnakór Kársnesskóla (Ingibjörg Þorbergs)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,