Mannlegi þátturinn

Kjaramál fatlaðs fólks, nytjahyggjuvinkill og Ingibjörg lesandinn

Í gær, 3.desember var alþjóðadagur fólks með fötlun og á honum er kastljósinu beint réttindabaráttu fólks með fötlun og mikilvægu framlagi þess breiða hóps í samfélaginu. Fólk með fötlun er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, eða um 57 þúsund manns hér á landi. Í tilefni dagsins voru hvatningaverðlaun ÖBÍ veitt í gær og þau hlaut Bíó Paradís í þetta sinn vegna frumkvæðis aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem fram fór í gær, átakinu Upplýst samfélag og fór með okkur yfir stöðuna og hverjar eru helstu áherslurnar í dag, þar voru kjaramálin fyrirferðamikil.

Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn hugtakinu nytjahyggju eða fúnksjónalisma og auki gaf hann okkur aðventustemmningu frá Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri til setja allt í samhengi.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, en hún er ein af þremur ritstjórum Heimildarinnar. Bókin Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg sem hún skrifaði um ævi Guðrúnar Jónsdóttur er nýkomin út. Við fengum heyra aðeins um þá bók og svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvað hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ingibjörg Dögg sagði frá eftirtöldum bókum:

Högni e. Auði Jónsdóttur

Saknaðarilmur e. Elísabetu Jökulsdóttur

Devotion, why I write e. Patti Smith

Múmínálfarnir e. Tove Janson

Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren

Tónlist í þættinum í dag:

Þín allra bestu jól / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Bragi Valdimar Skúlason)

Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Escucha mi canto / Machito and his Afro Cubans (Justi Barreto Blanco)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

4. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,