Mannlegi þátturinn

Blöðruhálskirtilskrabbamein, Alaska og veðurspjallið

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein karla, 240 greinast árlega meðaltali. Blöðruhálskirtilkrabbamein hagar sér mörgu leiti öðruvísi en önnur krabbamein og rannsóknir benda til allt 80% af öllum körlum 80 ára og eldri séu með blöðruhálskirtilskrabbamein í einhverri mynd. Málþing í tilefni af Mottumars verður haldið í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð á morgun kl.16:30. Þar verður fjallað um blöðruhálskirtilskrabbamein út frá víðu sjónarhorni. Rafn Hilmarsson, þvagfæraskurðlæknir á Landspítala, verður með erindi á málþinginu undir yfirskriftinni Skimun eða ekki - meðferðarkostir - ávinningur og aukaverkanir. Rafn kom til okkar í dag og sagði frá erindi sínu og með honum kom Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Í haust mun ferðaskrifstofan VITA bjóða uppá siglingu um firði Alaska. Landslagið er stórbrotið, tignarleg fjöll með hvíta toppa, djúpgrænir regnskógar og falleg höfuðborg Juneau sem ekki er auðvelt komast til nema fljúga þangað eða sigla. Héðinn Svarfdal Björnsson verður fararstjóri í þessari ferð fyrir Íslendinga en pláss er fyrir um 25 manns. Við heyrðum í honum í þættinum í dag.

Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Í þetta sinn rifjaði hann upp með okkur upp frægt óveður, Hákonarhretið sem skall á í dymbilvikunni 1963 og svo skoðuðum við með honum páskaveðrið.

Tónlist í þættinum:

Gleðin með þér / Þuríður Sigurðardóttir (A Jaén og Helgi Pétursson)

If paradise is half as nice / Amen Corner (Battisti, Fishman, Mogol)

Alaska / Maggie Rogers (Doug Schadt & Maggie Rogers)

Árstíðirnar þrjár/Karl Olgeirsson Orgeltríó og Kristjana Stefánsdóttir (Karl Olgeirsson )

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,