• 00:08:03Ari Klængur - rannsókn á fæðingatíðni
  • 00:34:28Ágúst I. Ágústss. - heimaskimun hafin

Mannlegi þátturinn

Rannsókn á fæðingartíðni, skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi

Fæðingartíðni hefur lækkað víðast hvar í heiminum á síðustu áratugum. Ari Klængur Jónsson, nýdoktor og verkefnastjóri við Félagsvísindastofnun, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá nýrri rannsókn þar sem rýnt er í fæðingartíðni á Íslandi út frá ýmsum þáttum, þar á meðal tekjum og uppruna. Í rannsókninni er lesið í mögulegar ástæður fyrir fallandi fæðingartíðni á Íslandi og í fyrsta sinn skoðuð fæðingatíðni innflytjenda á Íslandi. Ari Klængur sagði okkur frá þessari merkilegu rannsókn og hversu flókið það er lesa í niðurstöðurnar.

Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er hefjast og hópur landsmanna mun á næstu dögum boð um taka þátt í skimun. Til byrja með verður um 200 manns boðin þátttaka í prufuhópi en almennar skimanir munu hefjast um leið og prófunum lýkur. Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi, um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Ólíkt öðrum skimununum þarf fólk ekki fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Við ræddum við Ágúst Inga Ágústsson, yfirlækni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í þættinum.

Tónlist í þættinum í dag:

Síminn / Halli og Laddi (Scharfenberger, texti Haraldur Sigurðsson)

Bara rólegan æsing / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)

Where Do You Go to My Lovely / Peter Sarstedt (Peter Sarstedt)

Frumflutt

5. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,