• 00:05:32Kormákur og Skjöldur - föstudagsgestir
  • 00:23:53Kormákur og Skjöldur - seinni hluti
  • 00:39:38Matarspjall frá Spáni

Mannlegi þátturinn

Kormákur og Skjöldur og matarspjall frá Spáni

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson. Þeir hafa verið félagar í hartnær þrjátíu ár og stærstan hluta af því hafa þeir rekið saman fyrirtæki, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þeir ætluðu sér upphaflega selja notuð föt í mánuð til smá tekjur, en það þróaðist heldur betur og í dag er meira en helmingur sem þeir selja hannað og framleitt fyrir þá og þeir eru meira segja framleiða sitt eigið íslenska tweed.

Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og þessu sinni heyrðum við í okkar konu Sigurlaugu Margréti frá Spáni hvar hún sinnir skyldum sínum við rannsóknir á mat og matarvenjum Spánverja. Eru Tapasréttir málið í Katalóníu eða alls ekki? Við komumst því í matarspjalli dagsins þar sem auðvitað komu við sögu tómatar, paella og fransbrauð.

TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

Eitt lag enn / Stjórnin (Hörður Gunnar Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Sumarauki /Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Guðjón Halldórsson)

Fashion/David Bowie

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. maí 2023

Aðgengilegt til

5. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,