• 00:07:10Þorvaldur Þórðarson - eldjöll og eldfjöll
  • 00:32:57Trausti Dagsson - gömul viðtöl úr Árnastofnun

Mannlegi þátturinn

Þorvaldur og eldfjöllin og bætt aðgengi að gömlum viðtölum

Við töluðum um eldgos í Mannlega þættinum í dag, en ekki er svo langt frá því eldgosinu lauk við Litla-Hrút á Reykjanesskaga, þriðja gosið á sl.þremur árum. Þegar gaus í Geldingadölum 2021 hafði ekki gosið á þeim slóðum í 6 þúsund ár. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjalla- og bergfræði kom í þáttinn í dag og hann sagði sumt bendi til þess möttulstrókurinn eflast og eitt af því sem helst rennir stoðum undir þá kenningu er staðreynd kvikan, sem brotist hefur upp á yfirborðið síðustu þrjú ár ólík þeirri kviku sem sést hefur áður á Reykjanesskaga. Kvikan eigi meira skylt við þá sem kemur úr td. Heklu, Kötlu, Torfajökli, Grímsvötnum og Bárðarbungu. Hvað þýðir þetta? Og er land byrjað rísa á á Reykjanesinu. Þorvaldur reyndi sitt besta svara spurningum okkar í þættinum í dag.

Við fræddumst í dag um þjóðfræðisafn Árnastofnunar, sem geymir yfir 2000 klukkustundir af viðtölum, sem flest voru tekin á árunum 1960 til 1980. Þau innihalda ómetanlegar upplýsingar um lífið snemma á 20. öldinni á Íslandi. Trausti Dagsson, þjóðfræðingur og verkefnastjóri í upplýsingatækni hjá Árnastofnun, kom til okkar í dag og sagði okkur frá talgreini sem hefur gerbylt aðgengi efni safnsins og þessum dýrmætu heimildum sem það hefur geyma. Trausti sagði okkur frá þessu í þættinum og við fengum heyra nokkur brot úr safninu.

Tónlist í þættinum:

KRISTÍN SESSELJA - Earthquake.

EARTH WIND & FIRE - September.

Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm., Haukur Gröndal, Richard Gudmundur Andersson - Allt gerast.

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

7. sept. 2023

Aðgengilegt til

7. sept. 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,