Mannlegi þátturinn

Ungir menn detta úr skóla og námi, móðursýki, hekl og veðurspjall

Ungu fólki sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun hefur fjölgað í Evrópu síðustu ár. Afleiðingar fyrir þennan hóp geta verið margvíslegar eins og verri andleg og líkamleg heilsa. Brottfall úr skóla á Íslandi er með því hæsta í Evrópu og ungum karlmönnum sem örorkugreiningu hefur fjölgað milli ára, algengasta ástæðan eru geðraskanir. Við ræddum við Petrínu Freyju Sigurðardóttur félagsfræðing og sérfræðing í starfsendurhæfingu um meistararitgerð hennar þar sem hún tekur viðtöl við nokkra unga menn sem dottið hafa úr skóla og vinnu.

Við kíktum í heimsókn til listakonunnar Jonnu Jónborgar Sigurðardóttur á Akureyri. Jonna er þekkt fyrir búa til ýmsar verur og fyrirbæri úr textíl. síðast hefur hún til mynda verið hekla hina ýmsu sjúkdóma, sína eigin sjúkdóma og annarra. Og um hvítasunnuhelgina hélt hún sýningu þar sem hún sýndi móðursýki prjónaða í hinum ýmsu útgáfum. Við spjölluðum við Jonnu og forvitnumst um lífið og tilveruna.

Við ræddum við Elínu Björk um veðrið og það er af nógu taka á því sviði enda búum við á Íslandi þar sem veðrið breytist hratt.

Tónlist í þættinum í dag:

Landíbus með jökri( hvaða hvaða)/Íkorni

4.30/Solveig Slettahjell(Solveig Slettahjell og Peter Kjellsby)

Words/Bee Gees (Bee Gees)

Frumflutt

30. maí 2023

Aðgengilegt til

30. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,